„Íslenska leiðin er ekkert þannig lengur“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2022 12:00 Íslenska liðið hefur þróað sinn leikstíl vel undir stjórn Þorsteins Halldórssonar en fram undan eru þung próf á EM í Englandi. Getty/Oliver Hardt Harpa Þorsteinsdóttir segir að það eigi ekki lengur við íslenska kvennalandsliðið í fótbolta að liggja bara í vörn gegn sterkum mótherjum. Hún telur Ísland eiga að geta stjórnað leikjunum gegn Belgíu og Ítalíu á EM í næsta mánuði. Leikaðferð Íslands var til umræðu í sérstakri EM-útgáfu af Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Helena Ólafsdóttir spurði Hörpu hvernig hún teldi að Ísland myndi nálgast sína leiki. „Ég held að undirbúningurinn sé búinn að vera gríðarlega góður og það er sérvalið fólk í hverju rými sem er búið að liggja yfir leikgreiningum og þess háttar. Ég held að við munum því alltaf bara fara í leiki með það upplegg sem hentar hverju sinni,“ sagði Harpa. Ísland mætir Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast svo áfram í 8-liða úrslit. Klippa: Bestu mörkin - Leikaðferð landsliðsins „Auðvitað komum við til með að liggja til baka á móti Frökkum. Annað væri bara ótrúleg bjartsýni. En á móti Belgíu finnst mér að við eigum að vera stærra liðið í þeim leik. Þar erum við að fara að stjórna og halda í boltann, og þurfum að vera virkilega klókar í öllum okkar aðgerðum. Gegn Ítalíu sömuleiðis. Ég lít þannig á þessa tvo leiki [gegn Belgíu og Ítalíu] að það séu leikir þar sem við munum alls ekki liggja til baka og spila einhverja gamla íslenska leið. Íslenska leiðin er ekkert þannig lengur. Við erum farnar að vera mikið betur spilandi, farnar að tengja mikið betur á milli „línanna“ [línu varnarmanna, miðjumanna og sóknarmanna] en við gerðum bara fyrir tíu árum síðan. Það skilar sér inn í liðið hvað við erum með marga leikmenn sem eru að spila á hæsta getustigi úti um allan heim. Það skilar sér í sjálfstrausti og í að geta farið eftir því uppleggi sem núna er lagt upp með,“ segir Harpa. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Sjá meira
Leikaðferð Íslands var til umræðu í sérstakri EM-útgáfu af Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Helena Ólafsdóttir spurði Hörpu hvernig hún teldi að Ísland myndi nálgast sína leiki. „Ég held að undirbúningurinn sé búinn að vera gríðarlega góður og það er sérvalið fólk í hverju rými sem er búið að liggja yfir leikgreiningum og þess háttar. Ég held að við munum því alltaf bara fara í leiki með það upplegg sem hentar hverju sinni,“ sagði Harpa. Ísland mætir Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast svo áfram í 8-liða úrslit. Klippa: Bestu mörkin - Leikaðferð landsliðsins „Auðvitað komum við til með að liggja til baka á móti Frökkum. Annað væri bara ótrúleg bjartsýni. En á móti Belgíu finnst mér að við eigum að vera stærra liðið í þeim leik. Þar erum við að fara að stjórna og halda í boltann, og þurfum að vera virkilega klókar í öllum okkar aðgerðum. Gegn Ítalíu sömuleiðis. Ég lít þannig á þessa tvo leiki [gegn Belgíu og Ítalíu] að það séu leikir þar sem við munum alls ekki liggja til baka og spila einhverja gamla íslenska leið. Íslenska leiðin er ekkert þannig lengur. Við erum farnar að vera mikið betur spilandi, farnar að tengja mikið betur á milli „línanna“ [línu varnarmanna, miðjumanna og sóknarmanna] en við gerðum bara fyrir tíu árum síðan. Það skilar sér inn í liðið hvað við erum með marga leikmenn sem eru að spila á hæsta getustigi úti um allan heim. Það skilar sér í sjálfstrausti og í að geta farið eftir því uppleggi sem núna er lagt upp með,“ segir Harpa.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Sjá meira