Frá þessu greinir Romano á Twitter-síðu sinni þar sem hann lét orðin „here we go“ fylgja með, en það þýðir yfirleitt að hann hafi fengið orðrómana staðfesta.
Paul Pogba to Juventus, confirmed and here we go! Full agreement now completed on a free transfer. Deal to be signed at the beginning of July, it’s done and sealed. 🚨⚪️⚫️ #Juve
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 23, 2022
Pogba will be in Italy in two weeks. Juve sold him for €100m six years ago - now he’s back for free. pic.twitter.com/YNyyOlmSUE
Pogba hefur flakkað á milli Manchester United og Juventus allan sinn atvinnumannaferil, en hjá United steig Frakkin sín fyrstu skref. Árið 2012 gekk hann svo frítt í raðir Juventus þar sem hann var í fjögur ár og lék 128 deildarleiki fyrir félagið.
Forráðamenn United ákváðu síðan að kaupa Pogba aftur til liðsins árið 2016. Félagið keypti miðjumanninn þá á um 100 milljónir evra og Pogba varð þar með dýrasti leikmaður sögunnar.
Pogba náði hins vegar ekki þeim hæðum hjá United sem vonast var eftir, þrátt fyrir að hafa inn á milli sýnt hvað félagið var að borga fyrir. Eftir sex ár í Manchester-borg er Pogba nú á leiðinni frítt til Juventus í annað sinn á ferlinum.