Skaðleg efni leynast víða Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 23. júní 2022 23:56 Umhverfisstofnun varar við skaðlegum efnum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Bergdís Björk Bæringsdóttir, sérfræðingur í þrávirkum efnum hjá Umhverfisstofnun segir PFAS efni leynast víða og geta valdið hinum ýmsu heilsukvillum eins og frjósemis- og skjaldkirtilsvandamálum. Bergdís svaraði helstu spurningum um PFAS efnin, hvað þau séu og hvað sé hægt að gera til að forðast þau í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir PFAS efnin vera stóran efnaflokk og séu þau aðallega notuð í vatns- og fitufráhrindandi tilgangi. „Það kom svo bara í ljós að þessi efni eru bara frekar skaðleg okkar heilsu, það voru nokkur takmörkuð. Eins og efnalöggjöfin okkar er í dag þá er eitt og eitt efni tekið í einu en ekki efna hópar eða svona lík, rosalega lík efni svo að framleiðendur fóru bara að svissa þeim út sem voru bönnuð, fóru bara í eitthvað annað.“ Bergdís segir Umhverfisstofnun vera að reyna að vekja athygli á því að þó sum efni séu bönnuð þurfi fólk að hafa auga með því hvað það notar dagsdaglega. Hún segir efnin í grunninn vera flúor efni, það sé þó öðruvísi en það sem við notum til þess að huga að tannheilsu. „Þetta er aðeins öðruvísi flúor og tengist aðeins öðruvísi, lítur aðeins öðruvísi út og af því að þetta er að hrinda frá vatni og fitu þá er þetta svo kjörið fyrir hvað sem er, eins og til dæmis pottar og pönnur. Þetta voru akkúrat efnin sem voru í teflon pönnunum.“ Efnin geti haft áhrif á heilsufar fólks Hún segir mikla umræðu hafa myndast um skaðsemi teflons í kringum 2011 og 2012 og hafi efnið verið bannað í kjölfarið. Annað líkt efni, PFOS hafi komið í stað PFAS. „PFOA sem sagt önnur skammstöfun en bara einblínum á að það er F þarna inni flúor, það er það sem að við viljum forðast, svo það er svona kjarninn“ Bergdís segir PFOS og PFOA notað í potta og pönnur, textíl, raftæki, snyrtivörur og matvælaumbúðir sem dæmi. Aðspurð hvernig efnin séu skaðleg fólki segir Bergdís vandamálið vera að þessi efni séu komin út um allt. Rannsóknir sýni að efnin hafi til dæmis áhrif á fæðingarþyngd nýbura ásamt fleiru. „Þetta getur haft áhrif á ónæmiskerfið og hormónatruflanir, frjósemi, bara ýmislegt. Við köllum sem sagt PFAS efni innkirtlatruflandi eða hormónahermandi. Þau sem sagt herma eftir hormónunum inni í líkamanum okkar, þykjast vera hormónin og trufla þannig líkamsstarfsemina, líkaminn gerir ekki greinarmun.“ Vísir/Hanna Andrésdóttir Margt sé hægt að gera til að forðast þessi efni Bergdís segir það vera margt sem fólk geti gert til þess að ganga úr skugga um að það sé ekki að kaupa vörur sem innihaldi þessi efni. „Það er svo mikið sem maður getur gert, til dæmis eins og PFAS efni og útivistarvörur, þetta er gígantískt stór markaður. Núna eru margir framleiðendur sem að vilja ekki hafa þessi efni og það er sem sagt svona merkispjald sem að þið getið leitað að. Þau eru bara þar sem verðmiðinn er, þá er svona grænn miði sem það stendur PFC free, þetta er oft á ensku, við erum náttúrulega oftast að flytja vörurnar okkar inn. Ef þið sjáið að það sé PFC free eða Fluorine free eða PFAS free, þetta eru oftast svona grænir miðar, að þá getið þið verið hundrað prósent viss um að það séu ekki þessi efni.“ Hún segir kaup á Svansmerkinu tryggja að þessi efni séu ekki í vörunni, þau rannsaki efni vel, fylgist með rannsóknum og taki efni úr vörum áður en löggjöf verði til þess. „Ef þið eruð að kaupa svansmerkt þá vitið þið hundrað prósent að það eru ekki hormónaraskandi efni, ekki ofnæmisvaldandi og ekkert að sem er vitað allaveganna að sé að trufla.“ Gullin regla vörukaupa Bergdís gefur neytendum gullna reglu til þess að fylgja varðandi innkaup á vörum sem þau vita lítið um. Hún segir gott að þrífa varninginn og lofta vel. „Það er gullin regla ef þið fáið nýjar vörur inn á heimilið, hvort sem það er húsgagn eða raftæki eða eitthvað, þú veist að reyna aðeins að lofta um þetta. Oftast finnur maður svona lykt af eins og nýju plasti og nýjum vörum, þá er þessi lykt að gefa til kynna að það eru ansi mörg efni í þessu. Það er mjög gott að lofta vel um þangað til þið eruð hætt að finna lyktina, oftast eru þetta þú veist nokkrir dagar, tveir þrír dagar.“ Gott sé að vera var um nýjan varning á heimilinu eins og raftæki.Getty/Jakub Porzycki Bergdís segir umræðuna um þessi málefni vera að vakna til lífsins og sé umhverfisstofnun búin að stofna nýjan Tiktok aðgang til þess að miðla upplýsingunum, einnig séu þau að uppfæra heimasíðuna sína. Gott sé að fólk átti sig á því hvað það þarf að varast. „Hvað um öll efnin sem er bætt inn í plastið, plast er oftast mjög hart þú veist þessi efni sem eru að gera það til að mýkja plastið. Eins og ef þið hugsið um bara eitthvað mjúka pop socket eða eitthvað þannig þú veist hvað er verið að setja í það til að mýkja þetta.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan. Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Frjósemi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Bergdís svaraði helstu spurningum um PFAS efnin, hvað þau séu og hvað sé hægt að gera til að forðast þau í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir PFAS efnin vera stóran efnaflokk og séu þau aðallega notuð í vatns- og fitufráhrindandi tilgangi. „Það kom svo bara í ljós að þessi efni eru bara frekar skaðleg okkar heilsu, það voru nokkur takmörkuð. Eins og efnalöggjöfin okkar er í dag þá er eitt og eitt efni tekið í einu en ekki efna hópar eða svona lík, rosalega lík efni svo að framleiðendur fóru bara að svissa þeim út sem voru bönnuð, fóru bara í eitthvað annað.“ Bergdís segir Umhverfisstofnun vera að reyna að vekja athygli á því að þó sum efni séu bönnuð þurfi fólk að hafa auga með því hvað það notar dagsdaglega. Hún segir efnin í grunninn vera flúor efni, það sé þó öðruvísi en það sem við notum til þess að huga að tannheilsu. „Þetta er aðeins öðruvísi flúor og tengist aðeins öðruvísi, lítur aðeins öðruvísi út og af því að þetta er að hrinda frá vatni og fitu þá er þetta svo kjörið fyrir hvað sem er, eins og til dæmis pottar og pönnur. Þetta voru akkúrat efnin sem voru í teflon pönnunum.“ Efnin geti haft áhrif á heilsufar fólks Hún segir mikla umræðu hafa myndast um skaðsemi teflons í kringum 2011 og 2012 og hafi efnið verið bannað í kjölfarið. Annað líkt efni, PFOS hafi komið í stað PFAS. „PFOA sem sagt önnur skammstöfun en bara einblínum á að það er F þarna inni flúor, það er það sem að við viljum forðast, svo það er svona kjarninn“ Bergdís segir PFOS og PFOA notað í potta og pönnur, textíl, raftæki, snyrtivörur og matvælaumbúðir sem dæmi. Aðspurð hvernig efnin séu skaðleg fólki segir Bergdís vandamálið vera að þessi efni séu komin út um allt. Rannsóknir sýni að efnin hafi til dæmis áhrif á fæðingarþyngd nýbura ásamt fleiru. „Þetta getur haft áhrif á ónæmiskerfið og hormónatruflanir, frjósemi, bara ýmislegt. Við köllum sem sagt PFAS efni innkirtlatruflandi eða hormónahermandi. Þau sem sagt herma eftir hormónunum inni í líkamanum okkar, þykjast vera hormónin og trufla þannig líkamsstarfsemina, líkaminn gerir ekki greinarmun.“ Vísir/Hanna Andrésdóttir Margt sé hægt að gera til að forðast þessi efni Bergdís segir það vera margt sem fólk geti gert til þess að ganga úr skugga um að það sé ekki að kaupa vörur sem innihaldi þessi efni. „Það er svo mikið sem maður getur gert, til dæmis eins og PFAS efni og útivistarvörur, þetta er gígantískt stór markaður. Núna eru margir framleiðendur sem að vilja ekki hafa þessi efni og það er sem sagt svona merkispjald sem að þið getið leitað að. Þau eru bara þar sem verðmiðinn er, þá er svona grænn miði sem það stendur PFC free, þetta er oft á ensku, við erum náttúrulega oftast að flytja vörurnar okkar inn. Ef þið sjáið að það sé PFC free eða Fluorine free eða PFAS free, þetta eru oftast svona grænir miðar, að þá getið þið verið hundrað prósent viss um að það séu ekki þessi efni.“ Hún segir kaup á Svansmerkinu tryggja að þessi efni séu ekki í vörunni, þau rannsaki efni vel, fylgist með rannsóknum og taki efni úr vörum áður en löggjöf verði til þess. „Ef þið eruð að kaupa svansmerkt þá vitið þið hundrað prósent að það eru ekki hormónaraskandi efni, ekki ofnæmisvaldandi og ekkert að sem er vitað allaveganna að sé að trufla.“ Gullin regla vörukaupa Bergdís gefur neytendum gullna reglu til þess að fylgja varðandi innkaup á vörum sem þau vita lítið um. Hún segir gott að þrífa varninginn og lofta vel. „Það er gullin regla ef þið fáið nýjar vörur inn á heimilið, hvort sem það er húsgagn eða raftæki eða eitthvað, þú veist að reyna aðeins að lofta um þetta. Oftast finnur maður svona lykt af eins og nýju plasti og nýjum vörum, þá er þessi lykt að gefa til kynna að það eru ansi mörg efni í þessu. Það er mjög gott að lofta vel um þangað til þið eruð hætt að finna lyktina, oftast eru þetta þú veist nokkrir dagar, tveir þrír dagar.“ Gott sé að vera var um nýjan varning á heimilinu eins og raftæki.Getty/Jakub Porzycki Bergdís segir umræðuna um þessi málefni vera að vakna til lífsins og sé umhverfisstofnun búin að stofna nýjan Tiktok aðgang til þess að miðla upplýsingunum, einnig séu þau að uppfæra heimasíðuna sína. Gott sé að fólk átti sig á því hvað það þarf að varast. „Hvað um öll efnin sem er bætt inn í plastið, plast er oftast mjög hart þú veist þessi efni sem eru að gera það til að mýkja plastið. Eins og ef þið hugsið um bara eitthvað mjúka pop socket eða eitthvað þannig þú veist hvað er verið að setja í það til að mýkja þetta.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Frjósemi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira