Vaktin: Úkraínska hernum skipað að hörfa úr Sieveródonetsk Hólmfríður Gísladóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 24. júní 2022 08:26 Eyðileggingin blasir víða við. epa/Oleg Petrasyuk Stjórnvöld í Úkraínu hafa ákveðið að láta hersveitirnar sem barist hafa í Sieverodonetsk hörfa og segja ekkert vit í því að láta þær sæta mannfalli í langan tíma til að verja svæðið. Ríkisstjórinn segir 90 prósent allra heimila í borginni skemmd eða eyðilögð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Úkraínska hernum hefur verið skipað að hörfa frá Sieveródonetsk til að forða því að Rússar umkringi þá, segir Serhíy Haidai, héraðsstjóri Lúhansk-héraðs í dag. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti færslu á Telegram í morgun þar sem hann sagði Úkraínu ekki brú eða kodda milli Vesturlanda og Rússlands, ekki stuðpúða milli Evrópu og Asíu, ekki „grátt svæði“. Úkraína væri ekki „landmæri milli orka og álfa“ heldur jafn félagi að minnsta kosti 27 Evrópuríkja. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Vesturlönd óttast „heiðarlega samkeppni“. Þannig sé öllum þeim ríkjum sem standa á eigin fótum „slaufað“. Hann sagði að horft yrði til stöðunnar á vígvellinum þegar Úkraínumenn sýndu þann þokka að snúa aftur að samningaborðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Breta reiðubúna til að aðstoða við að fjarlægja sprengjur við suðurströnd Úkraínu. Sprengjurnar eru meðal þess sem stendur í vegi fyrir útflutningi kornvöru sjóleiðina frá landinu. Bandaríkjamenn segja rússneska flotann hafa fengið fyrirskipanir um að leggja sprengjur við mynni hafnarinnar í Odesa og hafa þegar lagt sprengjur á ánni Dniper. Um sé að ræða aðgerðir til að hamla útflutningi matvæla. Samkvæmt UNESCO hafa 150 menningarlega mikilvægir staðir í Úkraínu verið skemmdir eða eyðilagðir. Þar af er um að ræða 70 trúarlegar byggingar, 30 sögulegar byggingar, átján menningarmiðstöðvar, fimmtán minnisvarða, tólf söfn og sjö bókasöfn.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Úkraínska hernum hefur verið skipað að hörfa frá Sieveródonetsk til að forða því að Rússar umkringi þá, segir Serhíy Haidai, héraðsstjóri Lúhansk-héraðs í dag. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti færslu á Telegram í morgun þar sem hann sagði Úkraínu ekki brú eða kodda milli Vesturlanda og Rússlands, ekki stuðpúða milli Evrópu og Asíu, ekki „grátt svæði“. Úkraína væri ekki „landmæri milli orka og álfa“ heldur jafn félagi að minnsta kosti 27 Evrópuríkja. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Vesturlönd óttast „heiðarlega samkeppni“. Þannig sé öllum þeim ríkjum sem standa á eigin fótum „slaufað“. Hann sagði að horft yrði til stöðunnar á vígvellinum þegar Úkraínumenn sýndu þann þokka að snúa aftur að samningaborðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Breta reiðubúna til að aðstoða við að fjarlægja sprengjur við suðurströnd Úkraínu. Sprengjurnar eru meðal þess sem stendur í vegi fyrir útflutningi kornvöru sjóleiðina frá landinu. Bandaríkjamenn segja rússneska flotann hafa fengið fyrirskipanir um að leggja sprengjur við mynni hafnarinnar í Odesa og hafa þegar lagt sprengjur á ánni Dniper. Um sé að ræða aðgerðir til að hamla útflutningi matvæla. Samkvæmt UNESCO hafa 150 menningarlega mikilvægir staðir í Úkraínu verið skemmdir eða eyðilagðir. Þar af er um að ræða 70 trúarlegar byggingar, 30 sögulegar byggingar, átján menningarmiðstöðvar, fimmtán minnisvarða, tólf söfn og sjö bókasöfn.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira