Elliðavatn búið að vera gjöfult Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2022 08:23 Vænar bleikjur úr Elliðavatni sem Daníel Karl veiddi nýlega Daníel Karl Egilsson Elliðavatn var lengi vel kallað háskóli silungsveiðimannsins og miðað við veiðina síðustu daga og vikur hafa margir klárað það nám. Elliðavatn er dyntótt, það vita þeir veiðimenn og þær veiðikonur sem hafa byrjað sína veiði í þessu fallega borgarvatni. Það getur tekið tíma að læra vel á vatnið og þrátt fyrir að síðan kunna vel á það er silungur ansi dyntótt skepna sem getur verið vandlát á það sem hann tekur og virðist bara taka í ákveðnu veðri að mörgum finnst. Svo með áræðinni ástundun verður þekking veiðimanns alltaf meiri og meiri, eftirköstin af því er meiri árangur við vatnið. Veiðin í Elliðavatni hefur nefnilega verið virkilega fín í júní þrátt fyrir, afsakið orðbragðið, skítaveður í þessum mánuði sem kenndur er við sumar. Þrátt fyrir kulda, úrhelli, háa vatnsstöðu, rok og annað vesen virðist veiðin bara vera fín. Fyrir okkrum dögum á rólegu kvöldi voru veiðimenn við Þingnes að moka upp urriða og á tímabili voru allar fimm stangirnar með fisk á í einu og það oftar en einu sinni. Þá voru skilyrðin bara rétt. Búið að vera leiðindarrok og rigning en um leið og það lægði og lofthitin fór aðeins upp var mikið klak við vatnið og fiskurinn, greinilega hungraður, fór í allar flugur sem duttu í vatnið, svona meira og minna. Bleikjan hefur verið að taka vel og vant veiðifólk við Elliðavatn segir að það séu nokkur ár síðan það hafi verið jafn mikið af bleikju og hvað þá jafn vænni og núna. Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði
Elliðavatn er dyntótt, það vita þeir veiðimenn og þær veiðikonur sem hafa byrjað sína veiði í þessu fallega borgarvatni. Það getur tekið tíma að læra vel á vatnið og þrátt fyrir að síðan kunna vel á það er silungur ansi dyntótt skepna sem getur verið vandlát á það sem hann tekur og virðist bara taka í ákveðnu veðri að mörgum finnst. Svo með áræðinni ástundun verður þekking veiðimanns alltaf meiri og meiri, eftirköstin af því er meiri árangur við vatnið. Veiðin í Elliðavatni hefur nefnilega verið virkilega fín í júní þrátt fyrir, afsakið orðbragðið, skítaveður í þessum mánuði sem kenndur er við sumar. Þrátt fyrir kulda, úrhelli, háa vatnsstöðu, rok og annað vesen virðist veiðin bara vera fín. Fyrir okkrum dögum á rólegu kvöldi voru veiðimenn við Þingnes að moka upp urriða og á tímabili voru allar fimm stangirnar með fisk á í einu og það oftar en einu sinni. Þá voru skilyrðin bara rétt. Búið að vera leiðindarrok og rigning en um leið og það lægði og lofthitin fór aðeins upp var mikið klak við vatnið og fiskurinn, greinilega hungraður, fór í allar flugur sem duttu í vatnið, svona meira og minna. Bleikjan hefur verið að taka vel og vant veiðifólk við Elliðavatn segir að það séu nokkur ár síðan það hafi verið jafn mikið af bleikju og hvað þá jafn vænni og núna.
Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði