„Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Snorri Másson skrifar 24. júní 2022 12:33 Sigursteinn Másson segir hvalveiðar Íslendinga í raun bara hvalveiðar eins manns, Kristjáns Loftssonar. Mynd af hval er úr safni, en tveir hafa þegar veiðst á þessari vertíð. samsett Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. Hvalurinn var dreginn upp á vinnsluplan hvalstöðvarinnar á áttunda tímanum í morgun. Tók það starfsmenn Hvals hf. um fjórar klukkustundir að gera að honum og lauk því verki laust fyrir hádegi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins segir hvalveiðarnar úrelta ævintýramennsku sem þjóni bara þrjóskukasti eins manns, Kristjáns Loftssonar. Heimilt er að veiða hátt í 200 hvali á Íslandsmiðum í sumar og Hvalur hf. er einn um hituna. Þar er Kristján Loftsson útgerðarmaður í stafni. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við hann í vikunni: Ferðaþjónustan segir að þetta skaði ímynd Íslands og orðspor. Hefuðrðu áhyggjur af því? „Nei ég held að þeir skaði sig sjálfan sig bara mest með þessu kjaftæði. Ef þú skoðar tölurnar hjá þeim þá heldur þetta ekkert vatni hjá þeim. Ekki neitt,“ sagði Kristján Loftsson. „Heimurinn er á móti þessu“ Þetta er ekki óumdeilt. Ekki aðeins stríða hvalveiðar að mati náttúruverndarsamtaka gegn sjónarmiðum um vernd viðkvæmra dýrategunda, heldur er að auki óljóst hver markaðurinn er fyrir þessu. Sigursteinn Másson hefur lengi barist gegn hvalveiðum.Facebook „Ég get ekki séð að Kristján Loftsson, sem hefur á síðustu árum verið algerlega háður Rússum með flutning á kjötinu í gegnum Norður-Íshafið til Japan, að hann geti verið að fara sömu leið þar. Aðrar leiðir eru honum lokaðar,“ segir Sigursteinn Másson, ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. „Þannig að heimurinn er á móti þessu. Og hann er stöðugt á flótta við að reyna að koma þessu eitthvert,“ segir Sigursteinn. Kristján Loftsson að einangrast Sigursteinn segir eftirliti mjög ábótavant með þessum veiðum. Íslendingar séu eina þjóð heims sem enn stundi stórhvalaveiðar og raunar séu það ekki Íslendingar, heldur bara þessi eini maður. „Það er greinilegt að Kristján Loftsson er ekki bara búinn að einangrast á alþjóðavettvangi, sem hann hefur sannarlega gert, og þar með valdið Íslandi alls konar vandræðum í alþjóðastjórnmálum, heldur er hann líka búinn að einangrast innanlands. Þá er auðvitað bara spurningin hvort það þurfi ekki einhver að banka í öxlina á honum,“ segir Sigursteinn. Ágúst Ólafur Ágústsson fyrrverandi þingmaður skrifar að skrýtið sé að hér séu leyfðar stórhvalaveiðar á næststærsta dýri jarðar, sem notabene sé í útrýmingarhættu á heimsválista. Það gangi ekki að réttlæta veiðarnar með þeim rökum að hér við Íslandsstrendur sé nóg af hvölum. Það sé svipað því að réttlæta dráp á órangútönum í Borneo, því þar sé apana helst að finna. Hinn hvalbáturinn, Hvalur 8, hélt á hvalaslóð um 150 sjómílur suðvestur af Garðskaga í fyrradag. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann einnig búinn að veiða hval og lagður af stað áleiðis til lands. Hvalveiðar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Hvalurinn var dreginn upp á vinnsluplan hvalstöðvarinnar á áttunda tímanum í morgun. Tók það starfsmenn Hvals hf. um fjórar klukkustundir að gera að honum og lauk því verki laust fyrir hádegi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins segir hvalveiðarnar úrelta ævintýramennsku sem þjóni bara þrjóskukasti eins manns, Kristjáns Loftssonar. Heimilt er að veiða hátt í 200 hvali á Íslandsmiðum í sumar og Hvalur hf. er einn um hituna. Þar er Kristján Loftsson útgerðarmaður í stafni. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við hann í vikunni: Ferðaþjónustan segir að þetta skaði ímynd Íslands og orðspor. Hefuðrðu áhyggjur af því? „Nei ég held að þeir skaði sig sjálfan sig bara mest með þessu kjaftæði. Ef þú skoðar tölurnar hjá þeim þá heldur þetta ekkert vatni hjá þeim. Ekki neitt,“ sagði Kristján Loftsson. „Heimurinn er á móti þessu“ Þetta er ekki óumdeilt. Ekki aðeins stríða hvalveiðar að mati náttúruverndarsamtaka gegn sjónarmiðum um vernd viðkvæmra dýrategunda, heldur er að auki óljóst hver markaðurinn er fyrir þessu. Sigursteinn Másson hefur lengi barist gegn hvalveiðum.Facebook „Ég get ekki séð að Kristján Loftsson, sem hefur á síðustu árum verið algerlega háður Rússum með flutning á kjötinu í gegnum Norður-Íshafið til Japan, að hann geti verið að fara sömu leið þar. Aðrar leiðir eru honum lokaðar,“ segir Sigursteinn Másson, ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. „Þannig að heimurinn er á móti þessu. Og hann er stöðugt á flótta við að reyna að koma þessu eitthvert,“ segir Sigursteinn. Kristján Loftsson að einangrast Sigursteinn segir eftirliti mjög ábótavant með þessum veiðum. Íslendingar séu eina þjóð heims sem enn stundi stórhvalaveiðar og raunar séu það ekki Íslendingar, heldur bara þessi eini maður. „Það er greinilegt að Kristján Loftsson er ekki bara búinn að einangrast á alþjóðavettvangi, sem hann hefur sannarlega gert, og þar með valdið Íslandi alls konar vandræðum í alþjóðastjórnmálum, heldur er hann líka búinn að einangrast innanlands. Þá er auðvitað bara spurningin hvort það þurfi ekki einhver að banka í öxlina á honum,“ segir Sigursteinn. Ágúst Ólafur Ágústsson fyrrverandi þingmaður skrifar að skrýtið sé að hér séu leyfðar stórhvalaveiðar á næststærsta dýri jarðar, sem notabene sé í útrýmingarhættu á heimsválista. Það gangi ekki að réttlæta veiðarnar með þeim rökum að hér við Íslandsstrendur sé nóg af hvölum. Það sé svipað því að réttlæta dráp á órangútönum í Borneo, því þar sé apana helst að finna. Hinn hvalbáturinn, Hvalur 8, hélt á hvalaslóð um 150 sjómílur suðvestur af Garðskaga í fyrradag. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann einnig búinn að veiða hval og lagður af stað áleiðis til lands.
Hvalveiðar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira