Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. júní 2022 21:30 Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Fyrr í dag ávarpaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna þjóð sína og sagði Hæstarétt vera að færa bandarísku þjóðina aftur um 150 ár. Aðspurð hvort viðsnúningurinn sé arfleifð forsetatíðar Donald Trump segir Silja Bára svo vera. „Já auðvitað hefði þessi dómstóll ekki verið svona skipaður nema vegna þess að Trump var kosinn og þetta var kosningamál hjá honum og hjá Repúblikanaflokknum með fyrirheiti um það að þessu dómafordæmi yrði hnekkt.“ Hún segir að verði dómstólnum ekki breytt á einhvern hátt, eða margir hætti á meðan demókratar séu við völd, séu atburðir dagsins fyrirheit um það sem koma skal. Þá sérstaklega hvað varðar samfélagslega mikilvæg málefni. „Það sem Repúblikanar hafa gert frekar en Demókratar hingað til er að setja þessi mál sem að má kannski að einhverju leyti kalla mórölsk álitamál, eða siðferðisleg álitamál á dagskrá og virkja þannig sína kjósendur með því að höfða til þess að þeir vilji vernda, þá ófædd börn í þessu tilviki.“ Silja Bára skrifaði sjálf bók um þungunarrof og segir hún eina af ástæðunum fyrir því að hún hafi skrifað bókina vera að hún hafi séð hvað væri að gerast. Hún segist hafa talið mikilvægt að Ísland hefði frjálslyndari löggjöf sem að verndaði réttinn sem tryggði að manneskjan sem þyrfti á þessari ákveðnu heilbrigðisþjónustu að halda gæti tekið ákvörðunina sjálf. Hún segir tilhneiginguna til þess að þrengja að réttindum kvenna til þess að taka ákvarðanir um eigin líkama mjög áberandi. „Ég tel þetta vera mikla afturför í mannréttindum og geta haft mun víðtækari áhrif en þau sem við getum rætt á svona stuttum tíma,“ segir Silja að lokum. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Tengdar fréttir Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Fyrr í dag ávarpaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna þjóð sína og sagði Hæstarétt vera að færa bandarísku þjóðina aftur um 150 ár. Aðspurð hvort viðsnúningurinn sé arfleifð forsetatíðar Donald Trump segir Silja Bára svo vera. „Já auðvitað hefði þessi dómstóll ekki verið svona skipaður nema vegna þess að Trump var kosinn og þetta var kosningamál hjá honum og hjá Repúblikanaflokknum með fyrirheiti um það að þessu dómafordæmi yrði hnekkt.“ Hún segir að verði dómstólnum ekki breytt á einhvern hátt, eða margir hætti á meðan demókratar séu við völd, séu atburðir dagsins fyrirheit um það sem koma skal. Þá sérstaklega hvað varðar samfélagslega mikilvæg málefni. „Það sem Repúblikanar hafa gert frekar en Demókratar hingað til er að setja þessi mál sem að má kannski að einhverju leyti kalla mórölsk álitamál, eða siðferðisleg álitamál á dagskrá og virkja þannig sína kjósendur með því að höfða til þess að þeir vilji vernda, þá ófædd börn í þessu tilviki.“ Silja Bára skrifaði sjálf bók um þungunarrof og segir hún eina af ástæðunum fyrir því að hún hafi skrifað bókina vera að hún hafi séð hvað væri að gerast. Hún segist hafa talið mikilvægt að Ísland hefði frjálslyndari löggjöf sem að verndaði réttinn sem tryggði að manneskjan sem þyrfti á þessari ákveðnu heilbrigðisþjónustu að halda gæti tekið ákvörðunina sjálf. Hún segir tilhneiginguna til þess að þrengja að réttindum kvenna til þess að taka ákvarðanir um eigin líkama mjög áberandi. „Ég tel þetta vera mikla afturför í mannréttindum og geta haft mun víðtækari áhrif en þau sem við getum rætt á svona stuttum tíma,“ segir Silja að lokum.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Tengdar fréttir Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47