Lokaorð um Guðríði og eldflaugina Helgi Sæmundur Helgason skrifar 25. júní 2022 10:56 Á þjóðhátíðardaginn var þáttur á Rás 1 í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar með því huggulega heiti Guðríður og geimfarið. Í þættinum fær Jón Ársæll valinkunna fræðimenn á ýmsum sviðum til að rifja upp sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, fjalla um hið sögulega og hugmyndalega samhengi margumtalaðrar styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði (Fyrsta hvíta móðirin) og einnig um verk listakvennanna Steinunnar Gunnlaugsdóttur og Bryndísar Björnsdóttur sem þær settu upp í vor og nefndu Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Eins og alþjóð veit stálu þær Steinunn og Bryndís styttu Ásmundar af stalli sínum á Laugarbrekku á Snæfellsnesi og komu henni fyrir í eldflaug (ekki geimfari) á bílastæðinu fyrir utan Nýlistasafnið. Skilaboðin með gjörningi listakvennanna voru þau að stytta Ásmundar sé rasískt rusl sem best færi á að eyðileggja (breyta í geimrusl). Því miður vantaði gagnrýnni umræðu um þessa ályktun listakvennanna í þætti Jóns Ársæls. Eins og ég hef áður fjallað um í greinum mínum hér á Vísi og í Fréttablaðinu þá fer því víðs fjarri að Ásmundur hafi lagt rasíska merkingu í þessa styttu (þrátt fyrir heitið). Um þetta sýnist mér allir vera sammála, meira að segja líka Steinunn og Bryndís sem héldu því fram í furðulegri yfirlýsingu nú á dögunum að verk þeirra hefði ekkert með persónur að gera! Að verk þeirra beindist aðeins að hugmyndafræðinni að baki styttu Ásmundar en hefði ekkert með persónulegan tilgang listamannsins að gera. Þessi yfirlýsing listakvennanna afhjúpar þversögnina í verki þeirra því hún sýnir að í reynd virða þær að einhverju leyti þá merkingu sem Ásmundur lagði í sitt eigið verk og því hlýtur styttan að eiga sér tilverurétt – hún er m.ö.o. ekkert rusl. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að heiti styttunnar kunni ekki að vera afsprengi rasískrar hugmyndafræði eins og þær Steinunn og Bryndís eru sannfærðar um og margir fræðimenn hafa tekið undir, þ.á m. Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur í þætti Jóns Ársæls. Með gleggri greiningu og minni yfirgangi hefðu listakonurnar áreiðanlega náð að koma þessari skoðun til skila án þess að vega að æru Ásmundar. Það er líka mikilvægt að halda því til haga hér að mörgum þykir afar vænt um styttuna af Guðríði en það er vegna þess að hvað sem fræðilegri umfjöllun líður þá er styttan falleg og fólk tengir við þá merkingu sem Ásmundur ætlaði henni – að vekja athygli á sögu Guðríðar og minnast afreka hennar. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Styttur og útilistaverk Menning Tengdar fréttir Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska. 13. apríl 2022 20:10 Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Á þjóðhátíðardaginn var þáttur á Rás 1 í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar með því huggulega heiti Guðríður og geimfarið. Í þættinum fær Jón Ársæll valinkunna fræðimenn á ýmsum sviðum til að rifja upp sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, fjalla um hið sögulega og hugmyndalega samhengi margumtalaðrar styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði (Fyrsta hvíta móðirin) og einnig um verk listakvennanna Steinunnar Gunnlaugsdóttur og Bryndísar Björnsdóttur sem þær settu upp í vor og nefndu Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Eins og alþjóð veit stálu þær Steinunn og Bryndís styttu Ásmundar af stalli sínum á Laugarbrekku á Snæfellsnesi og komu henni fyrir í eldflaug (ekki geimfari) á bílastæðinu fyrir utan Nýlistasafnið. Skilaboðin með gjörningi listakvennanna voru þau að stytta Ásmundar sé rasískt rusl sem best færi á að eyðileggja (breyta í geimrusl). Því miður vantaði gagnrýnni umræðu um þessa ályktun listakvennanna í þætti Jóns Ársæls. Eins og ég hef áður fjallað um í greinum mínum hér á Vísi og í Fréttablaðinu þá fer því víðs fjarri að Ásmundur hafi lagt rasíska merkingu í þessa styttu (þrátt fyrir heitið). Um þetta sýnist mér allir vera sammála, meira að segja líka Steinunn og Bryndís sem héldu því fram í furðulegri yfirlýsingu nú á dögunum að verk þeirra hefði ekkert með persónur að gera! Að verk þeirra beindist aðeins að hugmyndafræðinni að baki styttu Ásmundar en hefði ekkert með persónulegan tilgang listamannsins að gera. Þessi yfirlýsing listakvennanna afhjúpar þversögnina í verki þeirra því hún sýnir að í reynd virða þær að einhverju leyti þá merkingu sem Ásmundur lagði í sitt eigið verk og því hlýtur styttan að eiga sér tilverurétt – hún er m.ö.o. ekkert rusl. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að heiti styttunnar kunni ekki að vera afsprengi rasískrar hugmyndafræði eins og þær Steinunn og Bryndís eru sannfærðar um og margir fræðimenn hafa tekið undir, þ.á m. Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur í þætti Jóns Ársæls. Með gleggri greiningu og minni yfirgangi hefðu listakonurnar áreiðanlega náð að koma þessari skoðun til skila án þess að vega að æru Ásmundar. Það er líka mikilvægt að halda því til haga hér að mörgum þykir afar vænt um styttuna af Guðríði en það er vegna þess að hvað sem fræðilegri umfjöllun líður þá er styttan falleg og fólk tengir við þá merkingu sem Ásmundur ætlaði henni – að vekja athygli á sögu Guðríðar og minnast afreka hennar. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska. 13. apríl 2022 20:10
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun