Fótbolti

Vestri kom til baka gegn Grindavík

Hjörvar Ólafsson skrifar
Christian Rodriguez var í byrjunarliði Vestra í leiknum og Gunnar Heiðar Þorvaldsson á hliðarlínunni. 
Christian Rodriguez var í byrjunarliði Vestra í leiknum og Gunnar Heiðar Þorvaldsson á hliðarlínunni.  Mynd/Vestri

Vestri hafði betur, 2-1, þegar liðið fékk Grindavík í heimsókn í áttundu umferð Lengjudeildar karla í fóbolta á Olísvellinum á Ísafirði í dag. 

Það voru þó gestirnir úr Grindavík sem náðu forystunni í leiknum en þar var að verki Tómas Leó Ásgeirsson um miðbik fyrri hálfleiks. 

Mario Montipo og Elmar Atli Garðarsson snéru hins vegar taflinu Vestramönnum í vil í seinni hálfleik og sigur heimamanna staðreynd. 

Grindavík er í fimmta sæti deildainnar með 13 stig, fjórum stigum á eftir Selfossi sem er á toppnum. 

Vestri situr hins vegar í sjötta sæti með 12 stig eftir þennan sigur. 

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá urslit.net. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×