Segir þjálfarateymi Real ætlast til að leikmenn spili þó þeir séu meiddir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2022 13:46 Kosovare Asllani virðist fegin að vera laus frá Real Madríd. Eric Verhoeven/Getty Images Sænski framherjinn Kosovare Asllani segir umhverfi kvennaliðs Real Madríd óheilbrigt og hættulegt. Þjálfarateymið hlusti ekki á sjúkraþjálfara né lækna félagsins og ætlist til að leikmenn spili þó meiddir séu. Hin 32 ára gamla Asllani er hluti af leikmannahóp Svíþjóðar sem fer á Evrópumótið sem hefst í byrjun júlí. Hún hefur leikið með Real síðan árið 2019 en hún var fyrsta stórstjarnan sem samdi félagið. Skoraði Asllani tvö mörk er Real Madríd lagði Breiðablik í aftakaveðri á Kópavogsvelli í desember síðastliðinum. Úr leik liðanna á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Hún er nú á förum frá félaginu og opnaði sig varðandi umhverfi félagsins á blaðamannafundi sænska landsliðsins nýverið. „Ég tel vera menningu félagsins vera óheilbrigða fyrir leikmenn þess. Ég hef næstum verið neytt til að spila þrátt fyrir að vera meidd. Þjálfarar liðsins hlusta ekki á læknateymið. Umhverfið er orðið mjög óheilbrigt og hættulegt,“ sagði Asllani um stöðuna hjá Real en hún hefur einnig spilað með París Saint-Germain og Manchester City á ferli sínum. „Ég hef gert mikið fyrir félagið og ég hef séð hversu illa það hefur komið fram við leikmenn á undanförnum árum. Ég tel það vera mikilvægt fyrir mig að tjá mig þar sem enginn annar hefur stigið fram. Ég hef reynt að koma á breytingum en það er ekki hlustað á leikmenn né læknateymið.“ „Það er engin tilviljun að ég var alltaf að meiðast aftur og aftur þar sem það er þrýst á mann að spila þó maður sé meiddur. Þetta er ekki heilbrigt umhverfi, ég elska félagið en tel það vera í röngum höndum eins og staðan er í dag,“ bætti Asllani við. Precamp day 1 #WEURO2022 pic.twitter.com/fgujrB1Ks4— Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) June 20, 2022 Í frétt ESPN um málið segir að David Aznar hafi verið rekinn í nóvember á síðasta ári þar sem hann hafði misst traust leikmanna. Þjálfunaraðferðir hans voru gagnrýndar og talið er að undirbúningstímabilið hafi leitt til mikilla meiðsla í leikmannahópi liðsins. Alberto Toril tók við stjórnartaumunum en það virðist ekki mikið hafa skánað síðan þá. „Ég hefði getað farið síðasta sumar en ákvað að gefa þessu eitt tækifæri til viðbótar. Ég hef verið stór hluti af sögu félagsins en því miður er umhverfið þar ekki heilbrigt, og það er ekki bara ég sem er þeirrar skoðunar. Ég tel umhverfið vera svona því félagið þráir að vinna og sér leikmenn bara sem leið til þess,“ sagði Asllani að endingu. Sara Björk Gunnarsdóttir var orðuð við Real Madríd áður en hún samdi við ítalska meistaraliðið Juventus. Sem betur fer ef marka má frásögn Asllani. Fótbolti Spænski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Hin 32 ára gamla Asllani er hluti af leikmannahóp Svíþjóðar sem fer á Evrópumótið sem hefst í byrjun júlí. Hún hefur leikið með Real síðan árið 2019 en hún var fyrsta stórstjarnan sem samdi félagið. Skoraði Asllani tvö mörk er Real Madríd lagði Breiðablik í aftakaveðri á Kópavogsvelli í desember síðastliðinum. Úr leik liðanna á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Hún er nú á förum frá félaginu og opnaði sig varðandi umhverfi félagsins á blaðamannafundi sænska landsliðsins nýverið. „Ég tel vera menningu félagsins vera óheilbrigða fyrir leikmenn þess. Ég hef næstum verið neytt til að spila þrátt fyrir að vera meidd. Þjálfarar liðsins hlusta ekki á læknateymið. Umhverfið er orðið mjög óheilbrigt og hættulegt,“ sagði Asllani um stöðuna hjá Real en hún hefur einnig spilað með París Saint-Germain og Manchester City á ferli sínum. „Ég hef gert mikið fyrir félagið og ég hef séð hversu illa það hefur komið fram við leikmenn á undanförnum árum. Ég tel það vera mikilvægt fyrir mig að tjá mig þar sem enginn annar hefur stigið fram. Ég hef reynt að koma á breytingum en það er ekki hlustað á leikmenn né læknateymið.“ „Það er engin tilviljun að ég var alltaf að meiðast aftur og aftur þar sem það er þrýst á mann að spila þó maður sé meiddur. Þetta er ekki heilbrigt umhverfi, ég elska félagið en tel það vera í röngum höndum eins og staðan er í dag,“ bætti Asllani við. Precamp day 1 #WEURO2022 pic.twitter.com/fgujrB1Ks4— Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) June 20, 2022 Í frétt ESPN um málið segir að David Aznar hafi verið rekinn í nóvember á síðasta ári þar sem hann hafði misst traust leikmanna. Þjálfunaraðferðir hans voru gagnrýndar og talið er að undirbúningstímabilið hafi leitt til mikilla meiðsla í leikmannahópi liðsins. Alberto Toril tók við stjórnartaumunum en það virðist ekki mikið hafa skánað síðan þá. „Ég hefði getað farið síðasta sumar en ákvað að gefa þessu eitt tækifæri til viðbótar. Ég hef verið stór hluti af sögu félagsins en því miður er umhverfið þar ekki heilbrigt, og það er ekki bara ég sem er þeirrar skoðunar. Ég tel umhverfið vera svona því félagið þráir að vinna og sér leikmenn bara sem leið til þess,“ sagði Asllani að endingu. Sara Björk Gunnarsdóttir var orðuð við Real Madríd áður en hún samdi við ítalska meistaraliðið Juventus. Sem betur fer ef marka má frásögn Asllani.
Fótbolti Spænski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn