Fólk eigi ekki að þurfa að fresta lífinu Snorri Másson skrifar 28. júní 2022 16:27 Verðbólguhorfur fara versnandi og ekki gert ráð fyrir að seðlabankinn nái markmiðum sínum fyrr en 2025. Forseti Alþýðusambandsins segir að fasteignaverð sé vandamálið; stjórnvöld séu fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar mun líða lengri tími en óttast var þar til verðbólgan kemst aftur nær verðbólgumarkmiðunum; ásættanleg verðbólga er um 2,5%. Á þessu ári er verðbólgan um 7,5%, á því næsta 4,9%, árið 2024 verður hún um 3,3% en fyrst árið 2025 eru bundnar vonir við að hún nálgist verðbólgumarkmiðið. Stöð 2 Það eru ekki pítsur sem eru að drífa verðbólguna áfram hér á landi, heldur einkum húsnæði sem hækkar sögulega mikið í hverjum mánuði. Á ársgrundvelli hefur verðið verið að hækka um allt að 20% á höfuðborgarsvæðinu. „Það er alveg ljóst að við erum fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir vonbrigði að fyrstu kaupendum sé gert erfiðara fyrir. Hún bendir á að húsnæðismarkaðurinn sé helsti þátturinn sem drífi verðbólguna innanlands.Vísir/Egill Án húsnæðisliðarins væri verðbólgan ekki í 7,5% heldur 5,5%. „Það sem við getum stýrt hérna á Íslandi er húsnæðismarkaðurinn. Við lendum alltaf þar. Hann er að valda okkur þvílíkum vandræðum og það hefur legið fyrir árum saman,“ segir Drífa. Drífa segir að vandamálið sé of lítið framboð en of mikil eftirspurn er líka talin vandamál. Seðlabankinn reynir nú að stemma stigu við hækkunum á markaðnum með því að gera ríkari kröfur um eigið fé til fyrstu kaupenda, þeir þurfa nú 15% innborgun. Sem seðlabankastjóri hefur sagt að geti þýtt að fleiri þurfi áfram að dvelja í foreldrahúsum - eða á leigumarkaði. „Okkur finnst mjög slæmt þegar það er verið að þrengja að nýjum kaupendum að komast út á fasteignamarkað. Nógu erfitt var það nú fyrir með hækkandi húsnæðisverði. Við þurfum að byggja, þannig að fólk þurfi ekki að fresta lífinu og geti farið að skipuleggja líf sitt sem fullorðnar manneskjur,“ segir Drífa. Efnahagsmál Stéttarfélög Verðlag Fjármál heimilisins Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. 27. júní 2022 13:16 Hráolíuverð heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun. 24. júní 2022 11:13 „Þetta er mjög óþægilegt“ Verðbólga er í hæstu hæðum og fólk er farið að finna fyrir því, eins og fjallað var um í Íslandi í dag. Rætt var við viðskiptavini matvöruverslunar í Reykjavík. Margir sögðu farir sínar hreinlega ekki sléttar af því að kaupa í matinn þessa dagana. 22. júní 2022 21:10 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar mun líða lengri tími en óttast var þar til verðbólgan kemst aftur nær verðbólgumarkmiðunum; ásættanleg verðbólga er um 2,5%. Á þessu ári er verðbólgan um 7,5%, á því næsta 4,9%, árið 2024 verður hún um 3,3% en fyrst árið 2025 eru bundnar vonir við að hún nálgist verðbólgumarkmiðið. Stöð 2 Það eru ekki pítsur sem eru að drífa verðbólguna áfram hér á landi, heldur einkum húsnæði sem hækkar sögulega mikið í hverjum mánuði. Á ársgrundvelli hefur verðið verið að hækka um allt að 20% á höfuðborgarsvæðinu. „Það er alveg ljóst að við erum fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir vonbrigði að fyrstu kaupendum sé gert erfiðara fyrir. Hún bendir á að húsnæðismarkaðurinn sé helsti þátturinn sem drífi verðbólguna innanlands.Vísir/Egill Án húsnæðisliðarins væri verðbólgan ekki í 7,5% heldur 5,5%. „Það sem við getum stýrt hérna á Íslandi er húsnæðismarkaðurinn. Við lendum alltaf þar. Hann er að valda okkur þvílíkum vandræðum og það hefur legið fyrir árum saman,“ segir Drífa. Drífa segir að vandamálið sé of lítið framboð en of mikil eftirspurn er líka talin vandamál. Seðlabankinn reynir nú að stemma stigu við hækkunum á markaðnum með því að gera ríkari kröfur um eigið fé til fyrstu kaupenda, þeir þurfa nú 15% innborgun. Sem seðlabankastjóri hefur sagt að geti þýtt að fleiri þurfi áfram að dvelja í foreldrahúsum - eða á leigumarkaði. „Okkur finnst mjög slæmt þegar það er verið að þrengja að nýjum kaupendum að komast út á fasteignamarkað. Nógu erfitt var það nú fyrir með hækkandi húsnæðisverði. Við þurfum að byggja, þannig að fólk þurfi ekki að fresta lífinu og geti farið að skipuleggja líf sitt sem fullorðnar manneskjur,“ segir Drífa.
Efnahagsmál Stéttarfélög Verðlag Fjármál heimilisins Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. 27. júní 2022 13:16 Hráolíuverð heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun. 24. júní 2022 11:13 „Þetta er mjög óþægilegt“ Verðbólga er í hæstu hæðum og fólk er farið að finna fyrir því, eins og fjallað var um í Íslandi í dag. Rætt var við viðskiptavini matvöruverslunar í Reykjavík. Margir sögðu farir sínar hreinlega ekki sléttar af því að kaupa í matinn þessa dagana. 22. júní 2022 21:10 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. 27. júní 2022 13:16
Hráolíuverð heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun. 24. júní 2022 11:13
„Þetta er mjög óþægilegt“ Verðbólga er í hæstu hæðum og fólk er farið að finna fyrir því, eins og fjallað var um í Íslandi í dag. Rætt var við viðskiptavini matvöruverslunar í Reykjavík. Margir sögðu farir sínar hreinlega ekki sléttar af því að kaupa í matinn þessa dagana. 22. júní 2022 21:10