Varnarmálaráðuneytið úkraínska segir ljóst að árásin hafi verið gerð af ráðnum hug og augljóst að hún hafi verið tímasett með það í huga að sem flestir yrðu staddir í verslunarmiðstöðinni.
Verið er að leita í rústum hússins en um þúsund manns voru inni þegar árásin var gerð, að sögn Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta.
Um 60 eru særðir svo vitað sé.
Leiðtogar G7 ríkjanna sem funda í Þýskalandi hafa þegar brugðist við með sameiginlegri yfirlýsingu þar sem árásin er fordæmd og bent á að árásir á almenna borgara séu stríðsglæpur.