Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en ekki er tekið fram hvenær slysið átti sér stað. Slysið átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvarinnar sem heldur utan um verkefni í Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ, en nánari upplýsingar eru ekki gefnar.
Í dagbók lögreglu segir einnig að tilkynnt hafi verið um mann að brjótast inn í hús í sama umdæmi. Það hafi hins vegar ekki tekist og reyndi maðurinn að flýja af vettvangi eftir að hafa hrint þeim sem tilkynnti um innbrotstilraunina. Maðurinn fannst skömmu síðar og er lögregla „með upplýsingar um manninn“.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði einnig mann sem ók á 113 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er fimmtíu. Var maðurinn sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Sömuleiðis voru nokkrir ökumenn teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.