Gjörningur á húsþaki
Verkið er frá árinu 2019 og var upphaflega gjörningur á húsþaki í Aþenu á Grikklandi. Gjörningurinn fól í sér þriggja sólarhringa samtal á milli listamannanna og átti sér eingöngu stað í rituðu máli.

Með verkinu vildu listamennirnir samtímis skoða ýmsa óvissu og áhrifaþætti samtalsformsins og gjörningarlistformsins. Bæði eru þau hverful, bundin tíma og stað þar sem líf þeirra og framhaldslíf er alfarið háð skrásetningu í gegnum aðra listmiðla.

Sýndarveruleiki
Á sýningunni býðst áhorfandanum að upplifa verkið í gegnum sýndarveruleika. Sýningargestir fá því tækifæri til þess að upplifa gjörninginn sem fram fór á húsþakinu í Aþenu líkt og þau væru raunverulega stödd á staðnum. Þá verða einnig til sýnis myndræn framsetning á samtölum listamannanna, sem kallast Dialectic Bubbles eða hugsunarblöðrur, og telja á sjötta hundrað.

Sýningin stendur til 3. júlí næstkomandi. Hér má sjá fleiri myndir af sýningaropnuninni sem ljósmyndarinn Kristín Pétursdóttir tók:




