Brjálað að gera hjá glæsilegri prjónastofu á Hvammstanga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júní 2022 21:05 Kristinn Karlsson með teppi með íslenska fánanum, sem rjúka út hjá Kidka eins og heitar lummur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein glæsilegasta prjónastofa landsins er á Hvammstanga en þar er meira en nóg að gera við að framleiða vörur úr íslenskri ull. Teppi með íslenska fánanum rjúka út eins og heitar lummur. Þegar komið er inn í verslunina og prjónastofuna Kidka á Hvammstanga taka tveir skemmtilegir hundar á móti gestum, Týra og Píla og vekja þær alltaf mikla athygli hjá viðskiptavinum, ekki síst útlendingum. „Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel og við erum með skemmtilegar vörur og íslenska framleiðslu algjörlega. Það er íslenskt band og það er allt framleidd hér og það er það, sem er að hjálpa okkur mikið í sölu,“ segir Kristinn Karlsson, annar eigandi Kidka með á Hvammstanga. Þannig að það er íslenska sauðkindin, sem selur svona vel þegar ullin er annars vegar eða? „Já, algjörlega, íslenska sauðkindin. Það er aðal vandamálið hjá okkur í dag, sem er lúxus vandamál að við höfum bara ekki undan að framleiða, það er bara þannig,“ bætir Kristinn við. Íslenski fáninn á rúmteppum frá Kidka hafa slagið í gegn. „Já, þau teppi eru mjög flott og það kemur manni á óvart hvað þetta selst ofboðslega mikið, það er endalaust verið að kaupa þetta af túristum,“ segir Kristinn. Kidka hefur verið í sérstakri vöruþróun með hestavörur, sem hafa slegið í gegn eins og undirdýnu undir hnakka, hestaábreiður og fleira og fleira. Irina Kamp með Týru og Pílu, sem taka vel á móti gestum í verslun Kidku á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er rosalega erfitt að segja til um hvað eru vinsælustu hestavörurnar okkar, þær eru allar rosalegar vinsælar hjá okkur og rjúka út,“ segir Irina Kamp, hinn eigandi Kidka á Hvammstanga „Ertu ekki stolt að eiga þetta fyrirtæki með Kristni? „Jú, mjög svo, það gengur vel og ég er rosalega ánægð með það og þetta er líka skemmtileg vinna.“ Átta starfsmenn vinna á Prjónastofunni og eru þeir mjög ánægðir í vinnunni sinni. „Þetta er rosalega flott fyrirtæki, það er í sér klassa,“ segir Ólína Austfjörð Jónsdóttir, starfsmaður. Ólína Austfjörð, sem er alsæl með að vinna hjá Kidka á prjónastofunni á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kidka, heimasíða fyrirtækisins Húnaþing vestra Prjónaskapur Landbúnaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Þegar komið er inn í verslunina og prjónastofuna Kidka á Hvammstanga taka tveir skemmtilegir hundar á móti gestum, Týra og Píla og vekja þær alltaf mikla athygli hjá viðskiptavinum, ekki síst útlendingum. „Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel og við erum með skemmtilegar vörur og íslenska framleiðslu algjörlega. Það er íslenskt band og það er allt framleidd hér og það er það, sem er að hjálpa okkur mikið í sölu,“ segir Kristinn Karlsson, annar eigandi Kidka með á Hvammstanga. Þannig að það er íslenska sauðkindin, sem selur svona vel þegar ullin er annars vegar eða? „Já, algjörlega, íslenska sauðkindin. Það er aðal vandamálið hjá okkur í dag, sem er lúxus vandamál að við höfum bara ekki undan að framleiða, það er bara þannig,“ bætir Kristinn við. Íslenski fáninn á rúmteppum frá Kidka hafa slagið í gegn. „Já, þau teppi eru mjög flott og það kemur manni á óvart hvað þetta selst ofboðslega mikið, það er endalaust verið að kaupa þetta af túristum,“ segir Kristinn. Kidka hefur verið í sérstakri vöruþróun með hestavörur, sem hafa slegið í gegn eins og undirdýnu undir hnakka, hestaábreiður og fleira og fleira. Irina Kamp með Týru og Pílu, sem taka vel á móti gestum í verslun Kidku á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er rosalega erfitt að segja til um hvað eru vinsælustu hestavörurnar okkar, þær eru allar rosalegar vinsælar hjá okkur og rjúka út,“ segir Irina Kamp, hinn eigandi Kidka á Hvammstanga „Ertu ekki stolt að eiga þetta fyrirtæki með Kristni? „Jú, mjög svo, það gengur vel og ég er rosalega ánægð með það og þetta er líka skemmtileg vinna.“ Átta starfsmenn vinna á Prjónastofunni og eru þeir mjög ánægðir í vinnunni sinni. „Þetta er rosalega flott fyrirtæki, það er í sér klassa,“ segir Ólína Austfjörð Jónsdóttir, starfsmaður. Ólína Austfjörð, sem er alsæl með að vinna hjá Kidka á prjónastofunni á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kidka, heimasíða fyrirtækisins
Húnaþing vestra Prjónaskapur Landbúnaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira