Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. júní 2022 21:11 Hutchinson segir að teymi Donald Trump hafi vitað af því að möguleiki væri á því að allt færi úrskeiðis þann 6. janúar fjórum dögum fyrr. EPA/Adam Davis Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. Tímasetning skýrslutökunar kom flestum á óvart en rannsóknarnefndin átti ekki að hittast aftur fyrr en 4. júlí næstkomandi. Hins vegar ræddi Hutchinson nýlega við nefndina bak við luktar dyr og var margt nýtt sem fram kom þar. Því var ákveðið að boða til fundar svo hún gæti gefið skýrslu. Í skýrslutökunni, sem enn er í gangi, hefur Hutchinson sagt frá ýmislegu sem gerðist innan veggja Hvíta hússins, fyrir og eftir árásina og á meðan hún var í gangi. Hún segir að möguleikinn á árás þann 6. janúar hafi fyrst verið ræddur þann 2. janúar, fjórum dögum fyrr. Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, á þá að hafa sagt við Hutchinson: „Hlutirnir gætu farið úrskeiðis, verulega úrskeiðis þann 6. janúar.“ Hún hafði þá nýlega rætt við Rudy Guiliani, fyrrverandi lögmann Trump, sem tjáði henni að þeir ætluðu til þinghússins. Cassidyy Hutchinson er hún gaf skýrslu á fundinum í dag.EPA/Mandel Ngan Þá höfðu hugtökin „Oath Keeper“ og „Proud Boys“ verið rædd innan Hvíta hússins nokkrum dögum fyrir árásina. Bæði hugtökin eru nöfn á hreyfingum sem komu að innrásinni í þinghúsið. Þegar árásin var gerð vildi Trump mæta á staðinn en varð blóðillur þegar honum var sagt af öryggisteymi sínu að hann gæti ekki farið þangað. Hutchinson segist hafa heyrt að Trump hafi öskrað á Tony Ornate, starfsmann sinn, að taka sig þangað. „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna,“ á Trump að hafa öskrað áður en hann reyndi að grípa í stýrið á bifreiðinni sem hann sat í aftursætinu í. Hún rifjaði upp að Trump hafi sagt að Mike Pence, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætti skilið að vera hengdur. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Tímasetning skýrslutökunar kom flestum á óvart en rannsóknarnefndin átti ekki að hittast aftur fyrr en 4. júlí næstkomandi. Hins vegar ræddi Hutchinson nýlega við nefndina bak við luktar dyr og var margt nýtt sem fram kom þar. Því var ákveðið að boða til fundar svo hún gæti gefið skýrslu. Í skýrslutökunni, sem enn er í gangi, hefur Hutchinson sagt frá ýmislegu sem gerðist innan veggja Hvíta hússins, fyrir og eftir árásina og á meðan hún var í gangi. Hún segir að möguleikinn á árás þann 6. janúar hafi fyrst verið ræddur þann 2. janúar, fjórum dögum fyrr. Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, á þá að hafa sagt við Hutchinson: „Hlutirnir gætu farið úrskeiðis, verulega úrskeiðis þann 6. janúar.“ Hún hafði þá nýlega rætt við Rudy Guiliani, fyrrverandi lögmann Trump, sem tjáði henni að þeir ætluðu til þinghússins. Cassidyy Hutchinson er hún gaf skýrslu á fundinum í dag.EPA/Mandel Ngan Þá höfðu hugtökin „Oath Keeper“ og „Proud Boys“ verið rædd innan Hvíta hússins nokkrum dögum fyrir árásina. Bæði hugtökin eru nöfn á hreyfingum sem komu að innrásinni í þinghúsið. Þegar árásin var gerð vildi Trump mæta á staðinn en varð blóðillur þegar honum var sagt af öryggisteymi sínu að hann gæti ekki farið þangað. Hutchinson segist hafa heyrt að Trump hafi öskrað á Tony Ornate, starfsmann sinn, að taka sig þangað. „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna,“ á Trump að hafa öskrað áður en hann reyndi að grípa í stýrið á bifreiðinni sem hann sat í aftursætinu í. Hún rifjaði upp að Trump hafi sagt að Mike Pence, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætti skilið að vera hengdur.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent