Kepptu um sæti á heimsleikunum í CrossFit þremur vikum eftir brúðkaupið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 11:31 CrossFit fólkið Caroline Conners og Austin Spencer kom giftingunni sinni fyrri í miðjum undirbúningu sínum fyrir undanúrslitamót heimsleikanna. Instagram/@caroline__spencer Þetta var merkilegt sumar fyrir bandaríska CrossFit fólkið Caroline Conners og Austin Spencer sem voru ekkert að hvíla sig á íþróttinni sinni þótt að þau hafi verið að láta pússa sig saman. Þau Caroline og Austin, sem hittust fyrir átta árum, létu brúðkaupið ekki stoppa sig heldur giftu sig í miðjum undirbúningi fyrir mótið þar sem þau voru að berjast fyrir sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Caroline komst á leikana en eiginmaður hann þarf að keppa á Last Chance Qualifier í þessari viku. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru í sömu stöðu kvennamegin en þar er keppt um síðustu tvö sætin á heimsleikana í haust. Þau Caroline og Austin giftu sig 21. maí síðastliðinn eða þremur vikum áður en þau flugu til Montreal til að taka þátt í fjórða og síðasta undanúrslitamóti Norður Ameriku. „Þetta var ekkert stressandi en við vissum alltaf að það yrði annasamir dagar. Við vorum tilbúin að takast á við hvern dag eins og hann kom,“ sagði Caroline í viðtali við Morning Chalk Up. View this post on Instagram A post shared by Caroline Spencer (@caroline__spencer) Caroline tók þátt í sínum fyrstu heimsleikum í fyrra og þriðja sætið á undanúrslitamótinu tryggði henni farseðil á leikana. Austin varð eins og bæði Katrín Tanja og Sara að sætta sig við sjötta sætið en fimm efstu komust á leikana. Caroline hafði tryggt sig áfram á undan en þurfti síðan að horfa á síðustu greinina þar sem maður hennar var í harðri baráttu. Á endanum rétt missti hann af sætinu og er því eins og í fyrra meðal þátttakanda á Last Chance Qualifier. „Það erfiðasta við að elska atvinnuíþróttamann er að geta ekkert gert þegar kemur að útkomunni hjá hinum aðilanum,“ sagði Caroline. Hún gat því ekki notið árangurs síns eins vel þar sem maður hennar missti svo grátlega af sínu sæti. „Þetta var mjög svekkjandi. Ég var stolt af því sem ég hafði afrekað en var svo leið að geta ekki deilt þeirri tilfinningu með eiginmanni mínum. Hann gerði allt sem hann gat en samkeppnin var svakaleg. Við erum samt öll stolt af honum,“ sagði Caroline en meðal keppanda voru stórstjörnur eins og Patrick Vellner, Jeffrey Adler, Alexandre Caron og Alex Vigneault. Austin Spencer fær annað tækifæri í þessari viku og þá kemur í ljós hvort hjónin verði bæði með á heimsleikunum í CrossFit í haust. CrossFit Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira
Þau Caroline og Austin, sem hittust fyrir átta árum, létu brúðkaupið ekki stoppa sig heldur giftu sig í miðjum undirbúningi fyrir mótið þar sem þau voru að berjast fyrir sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Caroline komst á leikana en eiginmaður hann þarf að keppa á Last Chance Qualifier í þessari viku. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru í sömu stöðu kvennamegin en þar er keppt um síðustu tvö sætin á heimsleikana í haust. Þau Caroline og Austin giftu sig 21. maí síðastliðinn eða þremur vikum áður en þau flugu til Montreal til að taka þátt í fjórða og síðasta undanúrslitamóti Norður Ameriku. „Þetta var ekkert stressandi en við vissum alltaf að það yrði annasamir dagar. Við vorum tilbúin að takast á við hvern dag eins og hann kom,“ sagði Caroline í viðtali við Morning Chalk Up. View this post on Instagram A post shared by Caroline Spencer (@caroline__spencer) Caroline tók þátt í sínum fyrstu heimsleikum í fyrra og þriðja sætið á undanúrslitamótinu tryggði henni farseðil á leikana. Austin varð eins og bæði Katrín Tanja og Sara að sætta sig við sjötta sætið en fimm efstu komust á leikana. Caroline hafði tryggt sig áfram á undan en þurfti síðan að horfa á síðustu greinina þar sem maður hennar var í harðri baráttu. Á endanum rétt missti hann af sætinu og er því eins og í fyrra meðal þátttakanda á Last Chance Qualifier. „Það erfiðasta við að elska atvinnuíþróttamann er að geta ekkert gert þegar kemur að útkomunni hjá hinum aðilanum,“ sagði Caroline. Hún gat því ekki notið árangurs síns eins vel þar sem maður hennar missti svo grátlega af sínu sæti. „Þetta var mjög svekkjandi. Ég var stolt af því sem ég hafði afrekað en var svo leið að geta ekki deilt þeirri tilfinningu með eiginmanni mínum. Hann gerði allt sem hann gat en samkeppnin var svakaleg. Við erum samt öll stolt af honum,“ sagði Caroline en meðal keppanda voru stórstjörnur eins og Patrick Vellner, Jeffrey Adler, Alexandre Caron og Alex Vigneault. Austin Spencer fær annað tækifæri í þessari viku og þá kemur í ljós hvort hjónin verði bæði með á heimsleikunum í CrossFit í haust.
CrossFit Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira