Handbolti

Kveður eftir meistaratímabil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hildur Þorgeirsdóttir (nr. 20) varð Íslands- og deildarmeistari á síðasta tímabili sínu á ferlinum.
Hildur Þorgeirsdóttir (nr. 20) varð Íslands- og deildarmeistari á síðasta tímabili sínu á ferlinum. vísir/Hulda Margrét

Handboltakonan Hildur Þorgeirsdóttir hefur lagt skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril.

Á síðasta tímabili varð Hildur Íslands- og deildarmeistari með Fram og hefði því ekki getað kvatt á betri hátt.

Hildur, sem er uppalin hjá FH, gekk í raðir Fram 2009 og lék með liðinu í tvö ár. Hún fór svo til Þýskalands og var þar í fjögur tímabil í Þýskalandi, tvö með Blomberg-Lippe og tvö með Koblenz. Hún varð Íslandsmeistari með Fram 2017, 2018 og 2022 og bikarmeistari 2010, 2011, 2018 og 2020.

Hildur lék yfir fimmtíu landsleiki og var í íslenska liðinu sem tók þátt á EM 2012 í Serbíu.

Auk Hildar yfirgaf Emma Olsson Fram eftir tímabilið og gekk í raðir Borussia Dortmund í Þýskalandi. Fram hefur aftur á móti fengið Örnu Sif Pálsdóttur frá Val, eins og greint var frá í gær, og Heklu Rún Ámundadóttur frá Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×