Tónlist fyrir ókannaðar íslenskar eyðimerkur þar sem kynjaverur þrífast Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. júní 2022 12:30 Tónlistarmaðurinn Ari Árelíus frumsýnir tónlistarmyndband hér á Vísi. Sól Hansdóttir Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Melrakki eftir tónlistarmanninn Ara Árelíus. Myndbandinu er leikstýrt af Elínu Ramette, Inga Höskuldsdóttir sá um brúðugerð og hönnun og Sól Hansdóttir er listrænn stjórnandi. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Blaðamaður tók púlsinn á Ara og fékk að heyra nánar frá tónlistarsköpun hans. „Almennt sæki ég innblástur í málefni líðandi stundar, fólkið í kringum mig og í raun í aðrar listgreinar eins og myndlist og bókmenntir,“ segir Ari. Það er nóg framundan hjá honum. „Platan Hiatus Terræ kemur svo út 22. júlí og í kjölfarið verða útgáfutónleikar sem auglýstir verða síðar. Svo er ég að spila á gítar fyrir nokkur bönd eins og til dæmis Pale Moon og Omnipus ásamt því að vinna að minni næstu plötu.“ View this post on Instagram A post shared by Ari A reli us (@ariarelius) Hiatus Terræ er fyrsta plata Ara Árelíusar í fullri lengd. Á plötunni leitast Ari við að spegla hið íslenska í hinu alþjóðlega. Heyra má fimmundarsöng, harmonikku og sérstaka rafmagnaða útgáfu af hinu hefðbundna langspili, rafspil, í bland við fjölþjóðlega rytma, hálssöng, viðar flautur og brim skotinn gítarleik. Úr verður tónlist fyrir ókannaðar íslenskar eyðimerkur þar sem kynjaverur þrífast og mannskepnan með sín hugtök og kerfi er í upplausn. Hugmyndin að plötunni fæddist með kaffibolla í Bláa Horninu í Þingholtunum. Ný malaðar kaffibaunirnar beint frá Níkaragúa bruggaðar með frussandi fersku íslensku vatni í stálheiðarlegri íslenskri sjoppu. Kosningar ný yfirstaðnar, þjóðernishyggjan, alþjóðavæðingin og svo var bognefur í Vatnsmýrinni. View this post on Instagram A post shared by Ari A reli us (@ariarelius) Ari Árelíus hefur starfað við tónlistarsköpun og hljóðvinnslu frá unglingsaldri. Hann keypti sér bassa fyrir fermingarpeninginn og byrjaði að fikta í Ableton Live í kjölfarið. Hann lagðist svo á skólabekk í Fíh, Mít og Royal Academy of Aalborg og lærði þar meðal annars á rafgítar, hljóðupptöku, hljóðvinnslu og tónsmíðar. Hann er einnig með BA í heimspeki frá Háskóla Íslands. Á plötunni leika Hreiðar Már Árnason á trommur, Thomas Cortez á bassa, Róbert Aron Björnsson á saxófón og Sól Hansdóttir syngur. Platan er hljóðblönduð af Róbert Aroni Björnssyni og hljómjöfnuð af Glenn Schick. Tónlist Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Blaðamaður tók púlsinn á Ara og fékk að heyra nánar frá tónlistarsköpun hans. „Almennt sæki ég innblástur í málefni líðandi stundar, fólkið í kringum mig og í raun í aðrar listgreinar eins og myndlist og bókmenntir,“ segir Ari. Það er nóg framundan hjá honum. „Platan Hiatus Terræ kemur svo út 22. júlí og í kjölfarið verða útgáfutónleikar sem auglýstir verða síðar. Svo er ég að spila á gítar fyrir nokkur bönd eins og til dæmis Pale Moon og Omnipus ásamt því að vinna að minni næstu plötu.“ View this post on Instagram A post shared by Ari A reli us (@ariarelius) Hiatus Terræ er fyrsta plata Ara Árelíusar í fullri lengd. Á plötunni leitast Ari við að spegla hið íslenska í hinu alþjóðlega. Heyra má fimmundarsöng, harmonikku og sérstaka rafmagnaða útgáfu af hinu hefðbundna langspili, rafspil, í bland við fjölþjóðlega rytma, hálssöng, viðar flautur og brim skotinn gítarleik. Úr verður tónlist fyrir ókannaðar íslenskar eyðimerkur þar sem kynjaverur þrífast og mannskepnan með sín hugtök og kerfi er í upplausn. Hugmyndin að plötunni fæddist með kaffibolla í Bláa Horninu í Þingholtunum. Ný malaðar kaffibaunirnar beint frá Níkaragúa bruggaðar með frussandi fersku íslensku vatni í stálheiðarlegri íslenskri sjoppu. Kosningar ný yfirstaðnar, þjóðernishyggjan, alþjóðavæðingin og svo var bognefur í Vatnsmýrinni. View this post on Instagram A post shared by Ari A reli us (@ariarelius) Ari Árelíus hefur starfað við tónlistarsköpun og hljóðvinnslu frá unglingsaldri. Hann keypti sér bassa fyrir fermingarpeninginn og byrjaði að fikta í Ableton Live í kjölfarið. Hann lagðist svo á skólabekk í Fíh, Mít og Royal Academy of Aalborg og lærði þar meðal annars á rafgítar, hljóðupptöku, hljóðvinnslu og tónsmíðar. Hann er einnig með BA í heimspeki frá Háskóla Íslands. Á plötunni leika Hreiðar Már Árnason á trommur, Thomas Cortez á bassa, Róbert Aron Björnsson á saxófón og Sól Hansdóttir syngur. Platan er hljóðblönduð af Róbert Aroni Björnssyni og hljómjöfnuð af Glenn Schick.
Tónlist Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira