Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2022 22:00 Nelson Piquet hefur bepist afsökunar á ummælum sínum. Vísir/Getty Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. Piquet notaði rassísk orð þegar hann talaði um Lewis Hamilton, sjöfaldan heimsmeistara í Formúlu 1, í hlaðvarpsþætti á portúgölsku þar sem var verið að ræða umdeildan árekstur þeirra Hamilton og Max Verstappen í Silverstone kappakstrinum. Þessi 69 ára fyrrum ökuþór hefur nú beðist afsökunar og segist ekki hafa ætlað sér að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar hans. „Ég fordæmi harðlega þær hugmyndir að orðið sem ég notaði hafi verið notað með það fyrir augum að gera lítið úr ökumanni vegna húðlitar hans,“ sagði Piquet. „Ég bið alla þá sem ummæli mín höðu áhrif á afsökunar, þar á meðal Lewis.“ Piquet sagðist einnig ekki ætla að verja það sem hann sagði, en að orðið sem hann hafi notað sé bara annað orð yfir manneskju. „Þetta er orð sem hefur lengi verið notað í almennu tali í brasilískri portúgölsku sem samheiti yfir „gaur“ eða „manneskju“ og það var aldrei ætlun mín að móðga neinn,“ sagði Piquet. „Ég myndi aldrei nota þetta orð sem ég er sakaður um í einhverjum þýðingum. Þýðingin frá fréttamiðlum sem gengur nú um samfélagsmiðla er ekki rétt. Mismunun á sér engan stað í Formúlu 1, eða í samfélaginu.“ Formúla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Piquet notaði rassísk orð þegar hann talaði um Lewis Hamilton, sjöfaldan heimsmeistara í Formúlu 1, í hlaðvarpsþætti á portúgölsku þar sem var verið að ræða umdeildan árekstur þeirra Hamilton og Max Verstappen í Silverstone kappakstrinum. Þessi 69 ára fyrrum ökuþór hefur nú beðist afsökunar og segist ekki hafa ætlað sér að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar hans. „Ég fordæmi harðlega þær hugmyndir að orðið sem ég notaði hafi verið notað með það fyrir augum að gera lítið úr ökumanni vegna húðlitar hans,“ sagði Piquet. „Ég bið alla þá sem ummæli mín höðu áhrif á afsökunar, þar á meðal Lewis.“ Piquet sagðist einnig ekki ætla að verja það sem hann sagði, en að orðið sem hann hafi notað sé bara annað orð yfir manneskju. „Þetta er orð sem hefur lengi verið notað í almennu tali í brasilískri portúgölsku sem samheiti yfir „gaur“ eða „manneskju“ og það var aldrei ætlun mín að móðga neinn,“ sagði Piquet. „Ég myndi aldrei nota þetta orð sem ég er sakaður um í einhverjum þýðingum. Þýðingin frá fréttamiðlum sem gengur nú um samfélagsmiðla er ekki rétt. Mismunun á sér engan stað í Formúlu 1, eða í samfélaginu.“
Formúla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn