Níu dagar í EM: Fiskur frá mömmu í uppáhaldi og fjögur ár í læknisfræði að baki Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2022 11:00 Markið sem Elín Metta Jensen skoraði gegn Svíum var afar mikilvægt. vísir/vilhelm Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Næst í röðinni er markaskorarinn Elín Metta Jensen. Þó að minna hafi farið fyrir Elínu Mettu undanfarið en áður þá átti hún risastóran þátt í að koma Íslandi á EM. Hún skoraði sex mörk í undankeppninni, sem lauk í desember 2020, og þar á meðal afar dýrmætt mark í 1-1 jafntefli við hið geysisterka lið Svía. Alls hefur Elín Metta, sem er 27 ára sóknarmaður, skorað 16 mörk í 59 A-landsleikjum. Þann fyrsta leik hún fyrir tíu árum og hún hefur því þegar farið með landsliðinu á tvö Evrópumót, 2013 og 2017. Elín Metta er Valskona í húð og hár og hefur skorað 129 mörk í 176 leikjum fyrir liðið í efstu deild. Þrátt fyrir möguleika á að fara erlendis í atvinnumennsku hefur hún alla tíð leikið hér á landi, undanfarin ár samhliða krefjandi læknisnámi. Elín Metta Jensen er ríkjandi Íslandsmeistari með Val og hefur verið algjör lykilmaður í liðinu um langt árabil, og raðað inn mörkum.vísir/hulda margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Leikur í Íslandsmóti með Val árið 2010. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Það eru margir sem hafa kennt mér ýmislegt en pabbi og bróðir minn hafa kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Killing in the Name með Rage Against the Machine. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Mamma og stóra systir mín ætla að mæta. Vonandi koma vinir mínir líka, ef þeim þykir raunverulega vænt um mig. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var að klára 4. árið í læknisfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Tiempo. Uppáhalds lið í enska? Chelsea. Uppáhalds tölvuleikur? Enginn sérstakur. Uppáhalds matur? Fiskurinn hjá mömmu. Fyndnust í landsliðinu? Hallbera og Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir]. Gáfuðust í landsliðinu? Hallbera er óendanleg uppspretta fróðleiks og Dagný getur komið alveg ótrúlegu magni upplýsinga frá sér á mettíma. Að mínu mati eru þetta gáfumerki. Óstundvísust í landsliðinu? Veit það ekki. Hvaða lið vinnur EM(ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Kaffihús og göngutúrar með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Málfríður Erna Sigurðardóttir var óþolandi góð í spili á lítinn völl þegar við spiluðum saman í Val. Átrúnaðargoð í æsku? Ronaldinho og Dóra María. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: ABBA kemur mér alltaf í gott skap. Fólk sem fílar ekki ABBA kann ekki gott að meta. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Þó að minna hafi farið fyrir Elínu Mettu undanfarið en áður þá átti hún risastóran þátt í að koma Íslandi á EM. Hún skoraði sex mörk í undankeppninni, sem lauk í desember 2020, og þar á meðal afar dýrmætt mark í 1-1 jafntefli við hið geysisterka lið Svía. Alls hefur Elín Metta, sem er 27 ára sóknarmaður, skorað 16 mörk í 59 A-landsleikjum. Þann fyrsta leik hún fyrir tíu árum og hún hefur því þegar farið með landsliðinu á tvö Evrópumót, 2013 og 2017. Elín Metta er Valskona í húð og hár og hefur skorað 129 mörk í 176 leikjum fyrir liðið í efstu deild. Þrátt fyrir möguleika á að fara erlendis í atvinnumennsku hefur hún alla tíð leikið hér á landi, undanfarin ár samhliða krefjandi læknisnámi. Elín Metta Jensen er ríkjandi Íslandsmeistari með Val og hefur verið algjör lykilmaður í liðinu um langt árabil, og raðað inn mörkum.vísir/hulda margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Leikur í Íslandsmóti með Val árið 2010. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Það eru margir sem hafa kennt mér ýmislegt en pabbi og bróðir minn hafa kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Killing in the Name með Rage Against the Machine. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Mamma og stóra systir mín ætla að mæta. Vonandi koma vinir mínir líka, ef þeim þykir raunverulega vænt um mig. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var að klára 4. árið í læknisfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Tiempo. Uppáhalds lið í enska? Chelsea. Uppáhalds tölvuleikur? Enginn sérstakur. Uppáhalds matur? Fiskurinn hjá mömmu. Fyndnust í landsliðinu? Hallbera og Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir]. Gáfuðust í landsliðinu? Hallbera er óendanleg uppspretta fróðleiks og Dagný getur komið alveg ótrúlegu magni upplýsinga frá sér á mettíma. Að mínu mati eru þetta gáfumerki. Óstundvísust í landsliðinu? Veit það ekki. Hvaða lið vinnur EM(ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Kaffihús og göngutúrar með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Málfríður Erna Sigurðardóttir var óþolandi góð í spili á lítinn völl þegar við spiluðum saman í Val. Átrúnaðargoð í æsku? Ronaldinho og Dóra María. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: ABBA kemur mér alltaf í gott skap. Fólk sem fílar ekki ABBA kann ekki gott að meta.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti