Atlanta Hawks náði í stjörnuleikmann San Antonio Spurs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2022 07:30 Dejounte Murray átti mjög gott tímabil með San Antonio Spurs og var valinn í Stjörnuleikinn í fyrsta sinn. Getty/Sean Gardner Dejounte Murray er kominn til Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta eftir leikmannaskipti Hawks og San Antonio Spurs. Þetta eru stærstu leikmannaskiptin í sumar. Murray var allt annað en ókeypis fyrir Atlanta menn því Spurs tók til baka ítalska landsliðsmanninn Danilo Gallinari auk þriggja valrétta úr fyrstu umferð en þeir eru frá 2023, 2025 og 2027. Félögin skipta einnig á valrétti árið 2026. Breaking: Spurs are trading Dejounte Murray to Atlanta for Danilo Gallinari, three first-round draft picks and a draft swap, per @ShamsCharania pic.twitter.com/4z0o0zitvu— Bleacher Report (@BleacherReport) June 29, 2022 Atlanta Hawks ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili eftir að hafa dottið snemma út úr úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Dejounte Murray komst í stjörnuleikinn á síðasta tímabili eftir mjög gott tímabil með Spurs þar sem hann var með 21,1 stig, 9,2 stoðsendingar, 8,3 fráköst og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik. Hann var með þrettán þrennur sem var nýtt félagmet hjá San Antonio á einu tímabili. Spurs since Tim Duncan retired in 2016: Traded Kawhi Leonard Manu Ginobili retired Lost Tony Parker in free agency Cut LaMarcus Aldridge Traded DeMar DeRozan Traded Dejounte Murray pic.twitter.com/RgNm3gn7jj— Bleacher Report (@BleacherReport) June 29, 2022 Hinn 25 ára gamli Murray myndar nú mjög spennandi bakvarðartvíeyki með Trae Young sem hefur farið á kostum síðustu ár. Þetta verður í fyrsta sinn í sögu NBA þar sem tveir leikmenn spila saman eftir að hafa verið með að minnsta kosti 20 stig og 8 stoðsendingar í leik tímabilið á undan. Murray fær 16,6 milljónir dollara fyrir komandi tímabili eða 2,2 milljarða króna en samningur hans rennur út árið 2024. Hinn 33 ára gamli Gallinari var með 11,7 stig og 4,7 fráköst í leik á síðustu leiktíð. Hann fær 21,5 milljón dollara fyrir komandi tímabil eða 2,8 milljarða íslenskra króna. Trae Young and Dejounte Murray will be the 1st pair of teammates in NBA history who each averaged 20 points per game and 8 assists per game in the previous season.h/t @EliasSports pic.twitter.com/g20OEY1MPd— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 29, 2022 NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Murray var allt annað en ókeypis fyrir Atlanta menn því Spurs tók til baka ítalska landsliðsmanninn Danilo Gallinari auk þriggja valrétta úr fyrstu umferð en þeir eru frá 2023, 2025 og 2027. Félögin skipta einnig á valrétti árið 2026. Breaking: Spurs are trading Dejounte Murray to Atlanta for Danilo Gallinari, three first-round draft picks and a draft swap, per @ShamsCharania pic.twitter.com/4z0o0zitvu— Bleacher Report (@BleacherReport) June 29, 2022 Atlanta Hawks ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili eftir að hafa dottið snemma út úr úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Dejounte Murray komst í stjörnuleikinn á síðasta tímabili eftir mjög gott tímabil með Spurs þar sem hann var með 21,1 stig, 9,2 stoðsendingar, 8,3 fráköst og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik. Hann var með þrettán þrennur sem var nýtt félagmet hjá San Antonio á einu tímabili. Spurs since Tim Duncan retired in 2016: Traded Kawhi Leonard Manu Ginobili retired Lost Tony Parker in free agency Cut LaMarcus Aldridge Traded DeMar DeRozan Traded Dejounte Murray pic.twitter.com/RgNm3gn7jj— Bleacher Report (@BleacherReport) June 29, 2022 Hinn 25 ára gamli Murray myndar nú mjög spennandi bakvarðartvíeyki með Trae Young sem hefur farið á kostum síðustu ár. Þetta verður í fyrsta sinn í sögu NBA þar sem tveir leikmenn spila saman eftir að hafa verið með að minnsta kosti 20 stig og 8 stoðsendingar í leik tímabilið á undan. Murray fær 16,6 milljónir dollara fyrir komandi tímabili eða 2,2 milljarða króna en samningur hans rennur út árið 2024. Hinn 33 ára gamli Gallinari var með 11,7 stig og 4,7 fráköst í leik á síðustu leiktíð. Hann fær 21,5 milljón dollara fyrir komandi tímabil eða 2,8 milljarða íslenskra króna. Trae Young and Dejounte Murray will be the 1st pair of teammates in NBA history who each averaged 20 points per game and 8 assists per game in the previous season.h/t @EliasSports pic.twitter.com/g20OEY1MPd— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 29, 2022
NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli