Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. júlí 2022 13:00 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu hjá embættinu segir mikilvægt að breyta nálgun í geðheilbrigðismálum hér á landi. Vísir Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. Íslendingar skera sig frá öðrum þjóðum þegar kemur að notkun á þunglyndislyfjum en hún er mun meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Þetta er meðal þess sem kom fram á Evrópuráðstefnu um jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana. Landlæknisembættið sem er meðal þeirra sem standa að ráðstefnunni ásamt lýðheilsustofnunum á Norðurlöndunum og Evrópusamtökum um jákvæða sálfræði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu hjá embættinu segir mikilvægt að breyta nálgun í geðheilbrigðismálum hér á landi. Lyfin eru ekki alltaf besti kosturinn „Hvað er það sem við niðurgreiðum ef fólk upplifir vanlíðan? Það eru fyrst og fremst lyf. Ef við ætlum eitthvað að breyta þessu þá þurfum við að bjóða upp á niðurgreidda sálfræðiþjónustu,“ segir Dóra. Dóra segir margar leiðir í boði þegar kemur að því að auka geðheilbrigði „Lyf geta verið mjög mikilvæg og geta bjargað lífum en það er oft verið að nota lyf þegar klínískar leiðbeiningar segja að annað sé betra. Við erum búin að ala fólk upp í að ef því líður illa þá séu lyf fyrsta leiðin en rannsóknir sýna að það á ekki að vera fyrsti kosturinn,“ segir Dóra. Hver og einn geti gert ýmislegt til að auka vellíðan. „Bara ef við t.d. myndum vera í núvitund þrjár mínútur á dag þá myndum við auka lífsgæðin til hins betra,“ segir hún. Þá hafi menntakerfið gríðarlega mikilvægt hlutverk þegar kemur að geðheilbrigði. „Við þurfum að þjálfa kennara í því að geta kennt og þjálfað börn í þrautseigju, takast á við mótlæti á uppbyggilegan hátt og það sé allt í lagi stundum þó lífið sé erfitt,“ segir hún. Hún segir helstu sérfræðinga í jákvæðri sálfræði í heiminum meðal fyrirlesara á ráðstefnunni og leggur áherslu á mikilvægi slíkrar ráðstefnu. „Við erum búin að vera að sjá minnkun í hamingju og aukinn einmanaleika víða í hinum vestræna heimi. Það er eitthvað sem við þurfum að gera til að breyta þessari þróun. Þess vegna er mikilvægt að halda ráðstefnu eins og þessa þar sem erum við að tengja fólk úr ólíkum geirum,“ segir Dóra. Hún bætir við að vikan hafi hafist á Norrænni lýðheilsuráðstefnu í Hörpu og í gær hafi sú ráðstefna sameinast Evrópuráðstefnunni um jákvæða sálfræði. Þar hafi tólf hundruð manns hist og skipst á skoðunum um hvernig hægt sé að auka velsæld í samfélögum um allan heim. Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Íslendingar skera sig frá öðrum þjóðum þegar kemur að notkun á þunglyndislyfjum en hún er mun meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Þetta er meðal þess sem kom fram á Evrópuráðstefnu um jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana. Landlæknisembættið sem er meðal þeirra sem standa að ráðstefnunni ásamt lýðheilsustofnunum á Norðurlöndunum og Evrópusamtökum um jákvæða sálfræði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu hjá embættinu segir mikilvægt að breyta nálgun í geðheilbrigðismálum hér á landi. Lyfin eru ekki alltaf besti kosturinn „Hvað er það sem við niðurgreiðum ef fólk upplifir vanlíðan? Það eru fyrst og fremst lyf. Ef við ætlum eitthvað að breyta þessu þá þurfum við að bjóða upp á niðurgreidda sálfræðiþjónustu,“ segir Dóra. Dóra segir margar leiðir í boði þegar kemur að því að auka geðheilbrigði „Lyf geta verið mjög mikilvæg og geta bjargað lífum en það er oft verið að nota lyf þegar klínískar leiðbeiningar segja að annað sé betra. Við erum búin að ala fólk upp í að ef því líður illa þá séu lyf fyrsta leiðin en rannsóknir sýna að það á ekki að vera fyrsti kosturinn,“ segir Dóra. Hver og einn geti gert ýmislegt til að auka vellíðan. „Bara ef við t.d. myndum vera í núvitund þrjár mínútur á dag þá myndum við auka lífsgæðin til hins betra,“ segir hún. Þá hafi menntakerfið gríðarlega mikilvægt hlutverk þegar kemur að geðheilbrigði. „Við þurfum að þjálfa kennara í því að geta kennt og þjálfað börn í þrautseigju, takast á við mótlæti á uppbyggilegan hátt og það sé allt í lagi stundum þó lífið sé erfitt,“ segir hún. Hún segir helstu sérfræðinga í jákvæðri sálfræði í heiminum meðal fyrirlesara á ráðstefnunni og leggur áherslu á mikilvægi slíkrar ráðstefnu. „Við erum búin að vera að sjá minnkun í hamingju og aukinn einmanaleika víða í hinum vestræna heimi. Það er eitthvað sem við þurfum að gera til að breyta þessari þróun. Þess vegna er mikilvægt að halda ráðstefnu eins og þessa þar sem erum við að tengja fólk úr ólíkum geirum,“ segir Dóra. Hún bætir við að vikan hafi hafist á Norrænni lýðheilsuráðstefnu í Hörpu og í gær hafi sú ráðstefna sameinast Evrópuráðstefnunni um jákvæða sálfræði. Þar hafi tólf hundruð manns hist og skipst á skoðunum um hvernig hægt sé að auka velsæld í samfélögum um allan heim.
Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira