Hugleiðing um hold Jóna Torfadóttir skrifar 2. júlí 2022 08:01 Þegar ég renni yfir fréttamiðlana á netinu kíki ég stundum á Dv.is. Þar er að finna dálk sem tíundar hvað ýmsar samfélagsstjörnur hafa haft fyrir stafni dagana á undan. Flestar þessara stjarna reynast vera konur og margar hverjar býsna fáklæddar. Nú er ég ekki spéhrædd og hræðist ekki hold yfirleitt. Mín vegna má fólk ganga um nakið, og birta myndir af sér hálfnöktu, ef því líður vel þannig. Hins vegar vekja þessar myndir mig mjög til umhugsunar um hvað kann að liggja að baki sem og mögulegar afleiðingar. Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Viss karlablöð hafa jafnan verið stútfull af fáklæddum konum en einnig kvennablöð, sem er býsna merkilegt, því þau geyma einnig myndir af konum og oftar en ekki fáklæddum. Þar er konunni sýnt hvernig skal mála sig, klæða sig (ekki) og haga sér til að næla sér í maka. Það er eðlilegt að kynin vilji ganga í augun hvert á öðru en það er gömul saga og ný að allt þetta sjónarspil er jafnan á forsendum feðraveldisins. Myndirnar sem áður fylltu blöðin hafa nú fundið sér nýjan farveg. Líkt og fyrr segir er hver Instagram-reikningurinn fullur af fótósjoppuðum brjóstaskorum og rasskinnum í hinni eilífu samkeppni í að heilla (karl)mann og annan, safna fylgjendum og lækum. Þetta sýnist mér vera það sem að baki býr; ómerkileg (fegurðar)samkeppni, því miður. Það sem veldur mér þó mestum áhyggjum er að þegar þessi hegðun þykir eðlileg og sjálfsögð er hægara en ella að að stíga skrefinu lengra og sýna aðeins meiri nekt á OnlyFans og verða jafnvel dáðari og fjáðari fyrir vikið. OnlyFans hefur fengið býsna jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og er jafnvel útmálaður þar sem valdeflandi vettvangur fyrir ungar stúlkur. Þetta er einfeldningsleg og hættuleg orðræða sem kann að glepja ungt fólk til að velja þessa leið án þess að huga nokkuð að afleiðingunum. Þarna ríkir hörð samkeppni sem gerir að verkum að konur ganga stundum lengra en þær ætluðu sér. Þá er auðvelt að afrita efni og nýta gegn konum sem vilja síður að það fari í almenna umferð. Til marks um vondar afleiðingar OnlyFans hafa Stígamót tekið á móti stúlkum sem hafa glímt við bæði kvíða og sjálfsvígshugsanir eftir að hafa verið á þessum vettvangi. (Brynhildur Björnsdóttir 2022: 16) Þetta getur verið snúið. Kona á auðvitað að hafa fullt forræði yfir líkama sínum og má bera hann að vild, að sjálfsögðu. Öðru máli hlýtur hins vegar að gegna um að hlutgera kvenlíkamann og stilla sér upp sem fótósjoppuðum sýningargrip. Þetta getur verið snúið en það er samt augljós munur á mynd af fáklæddri konu hlaupa um á ströndinni eða rassrauf sem er nánast troðið upp í linsuna, líkt og í senu úr einhverri klámmynd. Slík hegðun getur seint talist valdeflandi og er sannarlega vond fyrirmynd fyrir þær stúlkur og stálp sem nú eru að vaxa úr grasi. Heimild: Brynhildur Björnsdóttir. (2022). Venjulegar konur: Vændi á Íslandi. Mál og menning. Höfundur er sósíalískur femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klám Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég renni yfir fréttamiðlana á netinu kíki ég stundum á Dv.is. Þar er að finna dálk sem tíundar hvað ýmsar samfélagsstjörnur hafa haft fyrir stafni dagana á undan. Flestar þessara stjarna reynast vera konur og margar hverjar býsna fáklæddar. Nú er ég ekki spéhrædd og hræðist ekki hold yfirleitt. Mín vegna má fólk ganga um nakið, og birta myndir af sér hálfnöktu, ef því líður vel þannig. Hins vegar vekja þessar myndir mig mjög til umhugsunar um hvað kann að liggja að baki sem og mögulegar afleiðingar. Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Viss karlablöð hafa jafnan verið stútfull af fáklæddum konum en einnig kvennablöð, sem er býsna merkilegt, því þau geyma einnig myndir af konum og oftar en ekki fáklæddum. Þar er konunni sýnt hvernig skal mála sig, klæða sig (ekki) og haga sér til að næla sér í maka. Það er eðlilegt að kynin vilji ganga í augun hvert á öðru en það er gömul saga og ný að allt þetta sjónarspil er jafnan á forsendum feðraveldisins. Myndirnar sem áður fylltu blöðin hafa nú fundið sér nýjan farveg. Líkt og fyrr segir er hver Instagram-reikningurinn fullur af fótósjoppuðum brjóstaskorum og rasskinnum í hinni eilífu samkeppni í að heilla (karl)mann og annan, safna fylgjendum og lækum. Þetta sýnist mér vera það sem að baki býr; ómerkileg (fegurðar)samkeppni, því miður. Það sem veldur mér þó mestum áhyggjum er að þegar þessi hegðun þykir eðlileg og sjálfsögð er hægara en ella að að stíga skrefinu lengra og sýna aðeins meiri nekt á OnlyFans og verða jafnvel dáðari og fjáðari fyrir vikið. OnlyFans hefur fengið býsna jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og er jafnvel útmálaður þar sem valdeflandi vettvangur fyrir ungar stúlkur. Þetta er einfeldningsleg og hættuleg orðræða sem kann að glepja ungt fólk til að velja þessa leið án þess að huga nokkuð að afleiðingunum. Þarna ríkir hörð samkeppni sem gerir að verkum að konur ganga stundum lengra en þær ætluðu sér. Þá er auðvelt að afrita efni og nýta gegn konum sem vilja síður að það fari í almenna umferð. Til marks um vondar afleiðingar OnlyFans hafa Stígamót tekið á móti stúlkum sem hafa glímt við bæði kvíða og sjálfsvígshugsanir eftir að hafa verið á þessum vettvangi. (Brynhildur Björnsdóttir 2022: 16) Þetta getur verið snúið. Kona á auðvitað að hafa fullt forræði yfir líkama sínum og má bera hann að vild, að sjálfsögðu. Öðru máli hlýtur hins vegar að gegna um að hlutgera kvenlíkamann og stilla sér upp sem fótósjoppuðum sýningargrip. Þetta getur verið snúið en það er samt augljós munur á mynd af fáklæddri konu hlaupa um á ströndinni eða rassrauf sem er nánast troðið upp í linsuna, líkt og í senu úr einhverri klámmynd. Slík hegðun getur seint talist valdeflandi og er sannarlega vond fyrirmynd fyrir þær stúlkur og stálp sem nú eru að vaxa úr grasi. Heimild: Brynhildur Björnsdóttir. (2022). Venjulegar konur: Vændi á Íslandi. Mál og menning. Höfundur er sósíalískur femínisti.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun