Vann eftirsótt verðlaun með frumraun sinni Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júlí 2022 23:22 Lilja Cardew bjóst ekki við því að vinna keppnina en 1.500 aðrir tóku þátt. Aðsendar Lilja Cardew vann kápuverðlaun bókaútgefandans Penguin á dögunum fyrir hennar hugmynd af kápu bókarinnar Diary of a Young Naturalist. Þetta var í fyrsta sinn sem Lilja teiknaði bókakápu en 1.500 manns tóku þátt í keppninni. Kápukeppni Penguin er vinsæl keppni meðal hönnuða í Bretland þar sem listamenn senda inn sínar hugmyndir af bókakápum. Venjulega er það bara fólk í námi sem má taka þátt í keppninni en í ár var því breytt og gat hver sem er sent sína tillögu inn í keppnina. Lilja Cardew er 23 ára Íslendingur og er búsett í Leeds á Englandi þar sem hún er að læra að verða myndhöfundur. Í náminu hennar er áfangi þar sem aðalverkefnið er að taka þátt í keppninni. Lilja við verðlaunaafhendinguna.Aðsend Þeir sem taka þátt í keppninni gátu valið á milli þriggja bóka. Bókin sem Lilja hlaut verðlaunin fyrir heitir „Diary of a Young Naturalist“ og fjallar um einhverfan átján ára strák. Líkt og titill bókarinnar gefur til kynna er hún skrifuð eins og dagbók. Hvers vegna valdir þú þessa bók? „Aðallega textinn sjálfur, ekki endilega bara innihaldið heldur einnig hvernig hann er skrifaður, hann er skrifaður svolítið nákvæmt en á mjög „effortless“ máta. Mér fannst það skipta máli. Síðan fór ég mikið út í náttúruna.“ Bjóst ekki við því að vinna „Ég var orðlaus, bara að vera tilnefnd. Ég sendi þetta bara inn og pældi ekkert meira í því. Þetta var bara verkefni með skólanum. Mér datt ekki í hug að ég myndi vinna,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Í verðlaun fær Lilja sex mánaða starfsnám hjá Penguin þar sem hún fær að kynnast bransanum betur. Hún er þó ekki viss um hvort hún stefni á að gera bókakápur í framtíðinni. „Ég hef haft mestan áhuga á barnabókum. Ég hef verið að mála mikið og þurfti að velja á milli „fine art“ og myndhöfundanámsins. Ég valdi myndhöfundinn því það getur í rauninni verið hvað sem er. Þú ert samt að vinna með einhverskonar takmarkanir sem mér finnst þægilegt,“ segir Lilja. Sigurkápan.Aðsend Íslendingar erlendis Bókmenntir Myndlist Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Sjá meira
Kápukeppni Penguin er vinsæl keppni meðal hönnuða í Bretland þar sem listamenn senda inn sínar hugmyndir af bókakápum. Venjulega er það bara fólk í námi sem má taka þátt í keppninni en í ár var því breytt og gat hver sem er sent sína tillögu inn í keppnina. Lilja Cardew er 23 ára Íslendingur og er búsett í Leeds á Englandi þar sem hún er að læra að verða myndhöfundur. Í náminu hennar er áfangi þar sem aðalverkefnið er að taka þátt í keppninni. Lilja við verðlaunaafhendinguna.Aðsend Þeir sem taka þátt í keppninni gátu valið á milli þriggja bóka. Bókin sem Lilja hlaut verðlaunin fyrir heitir „Diary of a Young Naturalist“ og fjallar um einhverfan átján ára strák. Líkt og titill bókarinnar gefur til kynna er hún skrifuð eins og dagbók. Hvers vegna valdir þú þessa bók? „Aðallega textinn sjálfur, ekki endilega bara innihaldið heldur einnig hvernig hann er skrifaður, hann er skrifaður svolítið nákvæmt en á mjög „effortless“ máta. Mér fannst það skipta máli. Síðan fór ég mikið út í náttúruna.“ Bjóst ekki við því að vinna „Ég var orðlaus, bara að vera tilnefnd. Ég sendi þetta bara inn og pældi ekkert meira í því. Þetta var bara verkefni með skólanum. Mér datt ekki í hug að ég myndi vinna,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Í verðlaun fær Lilja sex mánaða starfsnám hjá Penguin þar sem hún fær að kynnast bransanum betur. Hún er þó ekki viss um hvort hún stefni á að gera bókakápur í framtíðinni. „Ég hef haft mestan áhuga á barnabókum. Ég hef verið að mála mikið og þurfti að velja á milli „fine art“ og myndhöfundanámsins. Ég valdi myndhöfundinn því það getur í rauninni verið hvað sem er. Þú ert samt að vinna með einhverskonar takmarkanir sem mér finnst þægilegt,“ segir Lilja. Sigurkápan.Aðsend
Íslendingar erlendis Bókmenntir Myndlist Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Sjá meira