Tveir voru handteknir vegna gruns um líkamsárásir. Þá var tilkynnt um mann sem var til ama í miðbænum en eftir handtöku hótaði hann lögreglu lífláti og reyndist með fíkniefni í fórum sínum. Hann var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.
Þá handtók lögreglan í gærkvöldi mann í annarlegu ástandi sem hafði unnið eignaspjöll á hraðbanka í miðbæ Reykjavíkur. Auk þess var hann með fíkniefni í fórum sínum og var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar.
Sjö ökumenn voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þar af reyndi einn að hlaupa undan lögreglunni án árangurs.
Tilkynnt var um þjófnað í verslun í Kópavogi og var aðilinn enn á staðnum þegar lögreglan kom á vettvang. Samkvæmt dagbók lögreglu var málið „afgreitt með vettvangsformi.“