Rudy Gobert skipt til Minnesota Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 14:15 Rudy Gobert skilar boltanum í körfuna gegn Boston Getty Images Félagaskiptagluggi NBA deildarinnar heldur áfram og hver leikmannaskiptin á eftir öðrum eiga sér stað þessa dagana. Í gær var tilkynnt um leikmannaskipti sem geta haft talsverð áhrif á landslagið en einn af betri varnarmönnum deildarinnar, Rudy Gobert, var þá skipt frá Utah Jazz yfir til Minnesota Timberwolves. Eins og gengur og gerist í NBA deildinni þá ganga félagaskiptin oft út á það að leikmenn fari í skiptum fyrir hvern annan til liðanna sem koma við sögu þannig að launamál og ýmislegt annað gangi upp. Vistaskipti Gobert til Timberwolves eru þar engin undantekning en fimm leikmenn og fimm valréttir í nýliðavalinu fara yfir til Úlfanna. Þar á meðal eru leikmennirnir Malik Beasley og Patrick Beverly en sá síðarnefndi hefur verið þekktur fyrir mikinn og góðan varnarleik ásamt því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Varnarleikur Úlfanna ætti þó ekki að líða fyrir að missa Beverly til Utah en Rudy Gobert er talinn einn af betri varnarmönnum deildarinnar. Gobert hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar en einungis tveir leikmenn hafa verið valdir oftar en það eru þeir Ben Wallace, sem gerði garðinn frægann með Detroit Pistons á fyrstu árum þessarar aldar og Dikembe Mutombo sem spilaði lengst af með Denver Nuggets og Atlanta Hawks. Báðir hlutu þeir nafnbótina fjórum sinnum og hafa báðir verið innlimaðir í frægðarhöll körfuknattleiksins. Dwight Howard hefur svo einnig verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar þrisvar sinnum líkt og Gobert. Hjá Timberwolves eru fyrir þeir Karl-Anthony Towns, D´Angelo Russell, Anthony Edwards og Jaden McDaniels og ríkir mikil spenna hvernig Gobert passar inn með þessum leikmönnum en Towns, Edwards og Russell eru taldir mjög góðir sóknarmenn. NBA deildin hefst þann 19. október næstkomandi og verður spennandi að sjá hvaða áhrif þessi félagaskipti hafa á landslag deildarinnar. NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Eins og gengur og gerist í NBA deildinni þá ganga félagaskiptin oft út á það að leikmenn fari í skiptum fyrir hvern annan til liðanna sem koma við sögu þannig að launamál og ýmislegt annað gangi upp. Vistaskipti Gobert til Timberwolves eru þar engin undantekning en fimm leikmenn og fimm valréttir í nýliðavalinu fara yfir til Úlfanna. Þar á meðal eru leikmennirnir Malik Beasley og Patrick Beverly en sá síðarnefndi hefur verið þekktur fyrir mikinn og góðan varnarleik ásamt því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Varnarleikur Úlfanna ætti þó ekki að líða fyrir að missa Beverly til Utah en Rudy Gobert er talinn einn af betri varnarmönnum deildarinnar. Gobert hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar en einungis tveir leikmenn hafa verið valdir oftar en það eru þeir Ben Wallace, sem gerði garðinn frægann með Detroit Pistons á fyrstu árum þessarar aldar og Dikembe Mutombo sem spilaði lengst af með Denver Nuggets og Atlanta Hawks. Báðir hlutu þeir nafnbótina fjórum sinnum og hafa báðir verið innlimaðir í frægðarhöll körfuknattleiksins. Dwight Howard hefur svo einnig verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar þrisvar sinnum líkt og Gobert. Hjá Timberwolves eru fyrir þeir Karl-Anthony Towns, D´Angelo Russell, Anthony Edwards og Jaden McDaniels og ríkir mikil spenna hvernig Gobert passar inn með þessum leikmönnum en Towns, Edwards og Russell eru taldir mjög góðir sóknarmenn. NBA deildin hefst þann 19. október næstkomandi og verður spennandi að sjá hvaða áhrif þessi félagaskipti hafa á landslag deildarinnar.
NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli