Sainz á ráspól í Breska kappakstrinum Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 15:05 Carlos Sainz á fleygiferð í rigningunni Getty Images Silverstone brautin var blaut þegar tímatakan fyrir Breska kappaksturinn fór fram fyrr í dag. Það hafði vissulega áhrif en það var Carlos Sainz á Ferrari bílnum sem náði ráspólnum í kappakstrinum sem fram fer á morgun. Rigningin hafði þau áhrif meðal annars að Max Verstappen hringsneri bíl sínum á fyrsta hring í tímatöku númer þrjú í dag en hann náði þó að klára hringinn og halda áfram. Valtteri Bottas hjá Alfa Romeo og Sebastian Vettel hjá Aston Martin duttu út í fyrstu tveimur tímatökum dagsins og byrja í 12. og 18. í kappakstrinum á morgun. Ökumenn áttu í smá vandræðum í síðustu tímatökunni en fundu taktinn þegar leið á og tímarnir urðu hraðari og hraðari eftir því sem menn náðu fleiri hringjum. Max Verstappen á Red Bull bílnum náði besta tímanum þegar þriðja tímatakan var u.þ.b. hálfnuð en Leclerc á Ferrari náði að skáka honum í nokkrar sekúndur áður en Verstappen mætti aftur til að ná besta hringnum þegar um mínúta var eftir af tímatökunni og flestir fóru á síðasta hringinn. Úr varð að Leclerc sneri bílnum sínum og náði ekki að bæta sig en það gerði Carlo Sainz liðsfélagi Leclerc og náði í ráspólinn fyrir Breska kappaksturinn og er það í fyrsta sinn sem Spánverjinn nær í ráspól. Annar verður Max Verstappen og Charles Leclerc í því þriðja. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton lenti í fimmta sæti. Formúla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Rigningin hafði þau áhrif meðal annars að Max Verstappen hringsneri bíl sínum á fyrsta hring í tímatöku númer þrjú í dag en hann náði þó að klára hringinn og halda áfram. Valtteri Bottas hjá Alfa Romeo og Sebastian Vettel hjá Aston Martin duttu út í fyrstu tveimur tímatökum dagsins og byrja í 12. og 18. í kappakstrinum á morgun. Ökumenn áttu í smá vandræðum í síðustu tímatökunni en fundu taktinn þegar leið á og tímarnir urðu hraðari og hraðari eftir því sem menn náðu fleiri hringjum. Max Verstappen á Red Bull bílnum náði besta tímanum þegar þriðja tímatakan var u.þ.b. hálfnuð en Leclerc á Ferrari náði að skáka honum í nokkrar sekúndur áður en Verstappen mætti aftur til að ná besta hringnum þegar um mínúta var eftir af tímatökunni og flestir fóru á síðasta hringinn. Úr varð að Leclerc sneri bílnum sínum og náði ekki að bæta sig en það gerði Carlo Sainz liðsfélagi Leclerc og náði í ráspólinn fyrir Breska kappaksturinn og er það í fyrsta sinn sem Spánverjinn nær í ráspól. Annar verður Max Verstappen og Charles Leclerc í því þriðja. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton lenti í fimmta sæti.
Formúla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira