Turkell fæddist í Brooklyn árið 1927 og gekk í Bandaríkjaher árið 1944. Hann barðist fyrir þjóð sína í seinni heimsstyrjöldinni en sneri sér að leiklistinni eftir stríð.
Turkel lék í tæpum sjötíu kvikmyndum á ævi sinni en hann hætti að leika árið 1990. Þá fór hann að einbeita sér að því að skrifa kvikmyndahandrit. Í ár kemur út sjálfsævisaga Turkel sem ber heitið The Misery of Success.
Turkel átti tvo syni ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Anita J. Turkel.