Fann örlagaríkan gítar 45 árum síðar: „Ég brast í grát“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2022 00:01 Randy Bachmann hélt tónleika með gítarnum í Tokyo, borginni sem gítarinn fannst loks í. AP Meðlimur hljómsveitarinnar Guess Who hefur loks fengið uppáhalds gítarinn sinn aftur í hendurnar, 45 árum eftir að honum var stolið. Aðdáandi hljómsveitarinnar rakst á gítarinn í Tokyo borg og kom honum til skila. 45 ára leit Randy Bachmann að Gretsch gítarnum sínum er lokið en gítarinn notaði Bachmann meðal annars til að semja American Woman, sem er vinsælasta lag hljómsveitarinnar Guess Who. Gítarnum var stolið á hóteli í Toronto árið 1977. „Kærastan mín er hérna með mér,“ sagði Bachmann þegar hann fékk gítarinn afhentan frá japönskum tónlistarmanni sem hafði keypt gítarinn í Tokyo árið 2014. Randy Bachmann er nú 78 ára að aldri og búinn að segja skilið við hljómsveitina frægu Guess Who. Hann segir alla sína gítara einstaka á sinn hátt en hinn appelsínuguli Gretsch 6120 frá árinu 1957, sem hann keypti á unglingsárum, er í sérstöku uppáhaldi. Bachmann segist hafa safnað lengi fyrir gítarnum og unnið við ýmis konar störf til að eiga fyrir honum. Grét í þrjá daga „Gítarinn var líf mitt. Hann var hamarinn minn og verkfærið til að semja lög, búa til tónlist og pening,“ sagði Bachmann þegar hann fékk gítarinn loks í hendurnar í kanadíska sendíráðinu í Tokyo. „Þegar honum var stolið frá mér, grét ég í þrjá daga - hann var hluti af mér. Þetta var mikið áfall.“ Hann hafi í kjölfarið keypt um 300 gítara til að reyna að finna einhvern sem gæti fyllt í skarðið, en án árangurs. Bachmann hefur í viðtölum oft talað um söknuðinn við að missa gítarinn. Árið 2020 heyrði aðdáandi sögu Bachmanns og hóf leit á netinu sem endaði með því að gítarinn fannst í búð í Tokyo tveimur vikum síðar. Aðdáandinn, William Long, notaði skrámu á gítarnum, sem sést vel á gömlum myndum til að bera kennsl á þann rétta. Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Sjá meira
45 ára leit Randy Bachmann að Gretsch gítarnum sínum er lokið en gítarinn notaði Bachmann meðal annars til að semja American Woman, sem er vinsælasta lag hljómsveitarinnar Guess Who. Gítarnum var stolið á hóteli í Toronto árið 1977. „Kærastan mín er hérna með mér,“ sagði Bachmann þegar hann fékk gítarinn afhentan frá japönskum tónlistarmanni sem hafði keypt gítarinn í Tokyo árið 2014. Randy Bachmann er nú 78 ára að aldri og búinn að segja skilið við hljómsveitina frægu Guess Who. Hann segir alla sína gítara einstaka á sinn hátt en hinn appelsínuguli Gretsch 6120 frá árinu 1957, sem hann keypti á unglingsárum, er í sérstöku uppáhaldi. Bachmann segist hafa safnað lengi fyrir gítarnum og unnið við ýmis konar störf til að eiga fyrir honum. Grét í þrjá daga „Gítarinn var líf mitt. Hann var hamarinn minn og verkfærið til að semja lög, búa til tónlist og pening,“ sagði Bachmann þegar hann fékk gítarinn loks í hendurnar í kanadíska sendíráðinu í Tokyo. „Þegar honum var stolið frá mér, grét ég í þrjá daga - hann var hluti af mér. Þetta var mikið áfall.“ Hann hafi í kjölfarið keypt um 300 gítara til að reyna að finna einhvern sem gæti fyllt í skarðið, en án árangurs. Bachmann hefur í viðtölum oft talað um söknuðinn við að missa gítarinn. Árið 2020 heyrði aðdáandi sögu Bachmanns og hóf leit á netinu sem endaði með því að gítarinn fannst í búð í Tokyo tveimur vikum síðar. Aðdáandinn, William Long, notaði skrámu á gítarnum, sem sést vel á gömlum myndum til að bera kennsl á þann rétta.
Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Sjá meira