Nenad Bjekovic, forseti serbneska knattspyrnusambandsins, tjáði sig nýverið um landa sinn Vlahovic og bar hann þá saman við nýja stjörnuframherja Englandsmeistaranna. Haaland er 21 árs en Vlahovic 22 ára.
Manchester City keypti Haaland frá Borussia Dortmund í sumar en Juventus fékk Vlahovic frá Fiorentina í janúarglugganum. Haaland kostaði sextíu milljónir evra en Serbinn var tuttugu milljónum evra dýrari.
Den serbiske fotballpresidenten vekker oppsikt: Vlahovic er bedre enn Haaland https://t.co/Xb1GwG9r64
— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) July 4, 2022
Sá norski skoraði 27 mörk í 29 leikjum með Dortmund á síðustu leiktíð en Vlahovic var „bara“ með 29 mörk í 45 leikjum með Fiorentina og Juventus.
„Vlahovic er betri en Erling Braut Haaland. Hann meiri alhliða leikmaður,“ sagði Nenad Bjekovic í samtali við Tuttosport á Ítalíu.
„Haaland hefur ótrúlega mikinn kraft en Vlahovic er litlu krafminni. Þeir eru síðan nánast jafnháir,“ sagði Bjekovic.
„Framherji Juventus er hins vegar með betri tækni og leikstíll hans er betri. Manchester City og Juventus borguðu nánast það sama fyrir þessa leikmenn þegar þau keyptu þá frá Borussia Dortmund og Fiorentina,“ sagði Bjekovic.