Tveir Bretar reyndu að smygla kókaíni til landsins Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2022 11:41 Dómur yfir mönnunum var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Vísir/Vilhelm Tveir breskir ríkisborgarar voru dæmdir í hálfs árs fangelsi á föstudag fyrir að hafa reynt að smygla rúmlega 270 grömmum af kókaíni til Íslands. Mennirnir komu hingað til lands 16. júní síðastliðinn með samtals 274 grömm kókaíns, með styrkleika upp á 33 til 57 prósent, innvortis. Annar var með fjórar pakkningar innvortis og hinn þrjár. Mennirnir komu með áætlunarflugi frá Manchester á Englandi. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness játuðu Bretarnir tveir brot sín skýlaust en ekkert benti þó til þess að þeir væru eigendur efnanna eða hefðu komið að skipulagningu innflutnings eða dreifingu efnanna. Við ákvörðun refsingar var litið til játningar mannanna og þess að þeir hefðu ekki gerst uppvísir að refsiverðri háttsemi áður. Þó var einnig litið til þess að þeir hafi flutt inn umtalsvert magn fíkniefna í félagi og refsing því ákveðin sex mánaða fangelsisvist. Til frádráttar refsingar kemur gæsluvarðhaldsvist sem mennirnir hafa sætt frá komunni til landsins þann 16. júní. Þá voru mennirnir dæmdir til að þola upptöku 274 gramma af kókaíni og að greiða málsvarnarlaun skipaðra verjenda þeirra, 837 þúsund krónur hvor um sig. Dómsmál Fíkniefnabrot Bretland Smygl Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Mennirnir komu hingað til lands 16. júní síðastliðinn með samtals 274 grömm kókaíns, með styrkleika upp á 33 til 57 prósent, innvortis. Annar var með fjórar pakkningar innvortis og hinn þrjár. Mennirnir komu með áætlunarflugi frá Manchester á Englandi. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness játuðu Bretarnir tveir brot sín skýlaust en ekkert benti þó til þess að þeir væru eigendur efnanna eða hefðu komið að skipulagningu innflutnings eða dreifingu efnanna. Við ákvörðun refsingar var litið til játningar mannanna og þess að þeir hefðu ekki gerst uppvísir að refsiverðri háttsemi áður. Þó var einnig litið til þess að þeir hafi flutt inn umtalsvert magn fíkniefna í félagi og refsing því ákveðin sex mánaða fangelsisvist. Til frádráttar refsingar kemur gæsluvarðhaldsvist sem mennirnir hafa sætt frá komunni til landsins þann 16. júní. Þá voru mennirnir dæmdir til að þola upptöku 274 gramma af kókaíni og að greiða málsvarnarlaun skipaðra verjenda þeirra, 837 þúsund krónur hvor um sig.
Dómsmál Fíkniefnabrot Bretland Smygl Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira