Telja að málverk á hollenska þinginu sé ránsfengur nasista Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2022 13:26 Málverkið hefur verið geymt í Binnenhof, þinghúsi Hollands, í yfir tuttugu ár. Getty/Patrick van Katwijk Menningarminjastofnun Hollands hefur lagt hald á málverk sem hangið hefur á veggjum hollenska þinghússins í yfir tuttugu ár. Talið er að nastistar hafi stolið málverkinu á tímum seinna stríðs. Málverkið „Fiskibátar undan ströndum“ sem hollenski málarinn Hendrik Willem Mesdag málaði á nítjándu öld hefur hangið á vegg í hollenska þinghúsinu í að minnsta kosti tvo áratugi. Menningarminjastofnun Hollands telur að málverkið gæti verið ránsfengur nasista frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar en stofnunin rannsakar nú fjölda listaverka í eigu hollenskra ríkisstofnanna. Verkin sem stofnunin skoðar eiga það sameiginlegt að hafa verið skilað til Hollands frá Þýskalandi eftir heimsstyrjöldina. Málverkið var selt á uppboði í Haag árið 1941, ári eftir að nasistar réðust inn í Holland. Líklegt er að þeir sem seldu málverkið á uppboði hafi gert það til þess að geta flúið land. Því flokkast það sem ránsfengur. „Það er enginn frjáls vilji ef fjölskylda þar af selja eitthvað til að geta flúið til öruggs lands,“ hefur fréttaveitan Reuters eftir Dolf Muller, talsmanni stofnunarinnar. Þegar málverkinu var skilað aftur til Hollands eftir stríð var ekki hægt að finna út úr því hver hafði selt það á sínum tíma. Því varð það að ríkiseign. Nú vill stofnunin meina að tæknin sé orðin þróaðri og að skjalasafn þeirra sé orðið víðtækara. Því ætti að vera hægt að vinna upprunalegan eiganda. Það sé þó ekki auðvelt og líkir Perry Schrier, ráðgjafi hjá stofnuninni, því við að reyna að leysa áttatíu ára gamalt sakamál. Holland Seinni heimsstyrjöldin Myndlist Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Málverkið „Fiskibátar undan ströndum“ sem hollenski málarinn Hendrik Willem Mesdag málaði á nítjándu öld hefur hangið á vegg í hollenska þinghúsinu í að minnsta kosti tvo áratugi. Menningarminjastofnun Hollands telur að málverkið gæti verið ránsfengur nasista frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar en stofnunin rannsakar nú fjölda listaverka í eigu hollenskra ríkisstofnanna. Verkin sem stofnunin skoðar eiga það sameiginlegt að hafa verið skilað til Hollands frá Þýskalandi eftir heimsstyrjöldina. Málverkið var selt á uppboði í Haag árið 1941, ári eftir að nasistar réðust inn í Holland. Líklegt er að þeir sem seldu málverkið á uppboði hafi gert það til þess að geta flúið land. Því flokkast það sem ránsfengur. „Það er enginn frjáls vilji ef fjölskylda þar af selja eitthvað til að geta flúið til öruggs lands,“ hefur fréttaveitan Reuters eftir Dolf Muller, talsmanni stofnunarinnar. Þegar málverkinu var skilað aftur til Hollands eftir stríð var ekki hægt að finna út úr því hver hafði selt það á sínum tíma. Því varð það að ríkiseign. Nú vill stofnunin meina að tæknin sé orðin þróaðri og að skjalasafn þeirra sé orðið víðtækara. Því ætti að vera hægt að vinna upprunalegan eiganda. Það sé þó ekki auðvelt og líkir Perry Schrier, ráðgjafi hjá stofnuninni, því við að reyna að leysa áttatíu ára gamalt sakamál.
Holland Seinni heimsstyrjöldin Myndlist Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira