Son upplifði erfiða tíma í Þýskalandi: Ánægður með að sjá þá gráta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 13:30 Nú vitum við aðeins meira um af hverju Son Heung-min var svona rosalega kátur þegar hann skoraði á móti Þýskalandi á HM 2018. EPA-EFE/DIEGO AZUBEL Markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-min, hefur sagt frá mjög erfiðum tíma í hans lífi þegar framherjinn öflugi var ungur leikmaður í Þýskalandi. Son kom í akademíuna hjá Hamburg þegar hann var sautján ára gamall eða árið 2009. Hann var þar allt til þess að hann fór yfir til Bayer Leverkusen árið 2013. Son hefur síðan verið leikmaður Tottenham frá árinu 2015. Son hefur vaxið og dafnað sem knattspyrnumaður og er nú kominn í hóp bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa skorað 23 mörk á síðustu leiktíð. Korean #football icon #SonHeungmin has disclosed facing #racism as a teenager in #Germany, an experience that made the national team's upset #victory over Germany at the 2018 #FIFA #WorldCup that much sweeter for the star. https://t.co/3W6sLkc8Tn— The Korea Times (@koreatimescokr) July 5, 2022 Hann var staddur á viðburði í höfuðborg Suður-Kóreu, Seoul, þegar hann ræddi þessi erfiðu táningsár sín í Þýskalandi. „Ég kom mjög ungur til Þýskalands og þurfti að ganga í gegnum mjög erfiðar og óhugsandi aðstæður,“ sagði Son Heung-min. „Ég varð þarna fórnarlamb mikilla kynþáttaformdóma og þurfti af þeim sökum að upplifa ömurlega tíma. Ég hugsaði þá mikið um að ná að hefna mín einhvern daginn,“ sagði Son. .@SpursOfficial's Son Heung-min says he faced racism as teen in Germany Read: https://t.co/KXVIl5HQlj pic.twitter.com/3AXzXCU1LT— TOI Sports (@toisports) July 5, 2022 Dagur hefndarinnar rann upp 27. júní 2018. Þá skoraði Son í 2-0 sigri Suður-Kóreu á Þýskalandi á HM sem varð til þess að Þjóðverjar komust ekki upp úr sínum riðli. Þjóðverjar voru þarna ríkjandi heimsmeistarar og árangur mikið áfall fyrir þýska knattspyrnu. „Þegar fólk grætur þá vil ég hugga það. Þegar ég sá Þjóðverjana gráta þá var ég ánægður því mér fannst eins og hefði náð að hefna mín,“ sagði Son. Son hefur ekki sloppið við rasisma í Englandi. Á síðasta ári voru átta menn handteknir fyrir rasísk ummæli á Twitter og fréttir um kynþáttafordóma áberandi. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth Sjá meira
Son kom í akademíuna hjá Hamburg þegar hann var sautján ára gamall eða árið 2009. Hann var þar allt til þess að hann fór yfir til Bayer Leverkusen árið 2013. Son hefur síðan verið leikmaður Tottenham frá árinu 2015. Son hefur vaxið og dafnað sem knattspyrnumaður og er nú kominn í hóp bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa skorað 23 mörk á síðustu leiktíð. Korean #football icon #SonHeungmin has disclosed facing #racism as a teenager in #Germany, an experience that made the national team's upset #victory over Germany at the 2018 #FIFA #WorldCup that much sweeter for the star. https://t.co/3W6sLkc8Tn— The Korea Times (@koreatimescokr) July 5, 2022 Hann var staddur á viðburði í höfuðborg Suður-Kóreu, Seoul, þegar hann ræddi þessi erfiðu táningsár sín í Þýskalandi. „Ég kom mjög ungur til Þýskalands og þurfti að ganga í gegnum mjög erfiðar og óhugsandi aðstæður,“ sagði Son Heung-min. „Ég varð þarna fórnarlamb mikilla kynþáttaformdóma og þurfti af þeim sökum að upplifa ömurlega tíma. Ég hugsaði þá mikið um að ná að hefna mín einhvern daginn,“ sagði Son. .@SpursOfficial's Son Heung-min says he faced racism as teen in Germany Read: https://t.co/KXVIl5HQlj pic.twitter.com/3AXzXCU1LT— TOI Sports (@toisports) July 5, 2022 Dagur hefndarinnar rann upp 27. júní 2018. Þá skoraði Son í 2-0 sigri Suður-Kóreu á Þýskalandi á HM sem varð til þess að Þjóðverjar komust ekki upp úr sínum riðli. Þjóðverjar voru þarna ríkjandi heimsmeistarar og árangur mikið áfall fyrir þýska knattspyrnu. „Þegar fólk grætur þá vil ég hugga það. Þegar ég sá Þjóðverjana gráta þá var ég ánægður því mér fannst eins og hefði náð að hefna mín,“ sagði Son. Son hefur ekki sloppið við rasisma í Englandi. Á síðasta ári voru átta menn handteknir fyrir rasísk ummæli á Twitter og fréttir um kynþáttafordóma áberandi.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth Sjá meira