Sara tók við tímabundinni ráðningu til starfs sveitarstjóra þann 20. maí 2020 og gilti sú ráðning út kjörtímabilið en hún tók við af Þór Steinarssyni sem lét af störfum í febrúar sama ár.
Sara Elísabet er 40 ára gömul, með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík og B.Sc. gráðu í vélaverkfræði og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.