Það er vitað að um meiðsli á hné að ræða en hin 28 ára gamla Putellas, miðjumaður Spánarmeistara Barcelona, fór meidd af æfingu landsliðsins í dag. Spænska knattspyrnusambandið vill lítið gefa upp og hefur ekki sagt hversu lengi Putellas gæti verið frá.
Alexia Putellas has suffered a knee sprain just one day before the start of @WEURO2022 pic.twitter.com/POovWfEcwJ
— DAZN Football (@DAZNFootball) July 5, 2022
Samkvæmt DAZN er Putellas tognuð á hné en spænska sambandið hefur gefið út að um álagsmeiðsli sé að ræða. Það er ljóst að um gríðarlegt högg er að ræða fyrir Spán sem ætlaði sér stóra hluti á mótinu.
Þá er þetta mikið svekkelsi fyrir Putellas sjálfa sem hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna undanfarin misseri og unnið hvern titilinn á fætur öðrum með Barcelona.
Spánn leikur í B-riðli ásamt Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi.