Bátinn hafði tekið að reka að landi en skipsverjum tókst að stöðva rekann með því að setja út akkeri, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Nálægur fiskibátur, Benni ST, hélt þegar til aðstoðar en að auki óskaði Landhelgisgæslan eftir aðstoð björgunarsveita á Hólmavík og Drangsnesi sem sendu björgunarbáta af stað til aðstoðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar, sem var við æfingar í Húnaflóa, var einnig send á vettvang.
Skipstjóri Benna ST var einn um borð og því var stýrimaður þyrlunnar sendur honum til aðstoðar við björgunina.
Dráttataug var sett á milli bátanna og tókst Benna ST að draga vélarvana bátinn á frían sjó. Þar var stýrimaður þyrlunnar hífður aftur um borð í þyrluna en Benni ST hélt með vélarvana bátinn til hafnar á Drangsnesi.