Mead sá til þess að England byrjaði á sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2022 10:30 Beth Mead (til vinstri) fagnar marki sínu með Ellen White, Lucy Bronze og Fran Kirby. Alex Pantling/Getty Images Beth Mead, 27 ára framherji Arsenal, sá til þess að England byrjaði Evrópumótið á sigri er enska landsliðið vann Austurríki 1-0 fyrir framan troðfullan Old Trafford. Tæpara mátti það þó ekki vera. Markið má sjá hér að neðan. England byrjaði leikinn gegn Austurríki af miklum krafti og nýtti orkuna sem kom frá áhorfendum en aldrei hafa fleiri mætt leik á EM kvenna. Alls voru 68.871 á leiknum. Strax á 16. mínútu þræddi Fran Kirby boltann inn fyrir vörn Austurríkis og Beth Mead náði að lyfta honum snyrtilega yfir Manuelu Zinsberger í marki Austurríkis. Carina Wenninger, miðvörður Austurríkis, náði að skófla boltanum í slá og út en marklínutæknin staðfesti að boltinn hefði varið yfir línuna og markið stóð. Tæpt var það! Opnunarmark EM 2022 Englendingar komnir yfir! Beth Mead með mark sem marklínutæknin dæmdi inni! Stemningin er á Old Trafford pic.twitter.com/gT41Vc9kUw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 6, 2022 Reyndist þetta sigurmark leiksins en Austurríki gaf Englandi hörkuleik. Þurfti Mary Earps, markvörður Englands, að taka á honum stóra sínum í síðari hálfleik er hún varði gott skot utan af velli í horn. Nær komst austurríska liðið ekki og England byrjar Evrópumótið því á 1-0 sigri og enska þjóðin er þegar farin að láta sig dreyma. Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England-Austurríki 1-0 | Enska liðið stóðst væntingar fyrir framan troðfullan Old Trafford England mætti Austurríki í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta í kvöld. Mikil spenna er fyrir mótinu og til marks um það var uppselt á Old Trafford. 6. júlí 2022 20:52 Gríðarleg stemming á opnunarleik EM - myndasyrpa Evrópumótið í fótbolta kvenna hófst í kvöld með leik Englands og Austurríkis en leikurinn fer fram á troðfullum Old Trafford. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er á vellinum og fangaði stemminguna fyrir leikinn. 6. júlí 2022 19:46 Aldrei mætt fleiri á leik á EM kvenna Met var slegið þegar England og Austurríki leiddu saman hesta sína í fyrsta leik Evrópumótsins í fótbolta kvenna á Old Trafford í kvöld. 6. júlí 2022 23:15 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
England byrjaði leikinn gegn Austurríki af miklum krafti og nýtti orkuna sem kom frá áhorfendum en aldrei hafa fleiri mætt leik á EM kvenna. Alls voru 68.871 á leiknum. Strax á 16. mínútu þræddi Fran Kirby boltann inn fyrir vörn Austurríkis og Beth Mead náði að lyfta honum snyrtilega yfir Manuelu Zinsberger í marki Austurríkis. Carina Wenninger, miðvörður Austurríkis, náði að skófla boltanum í slá og út en marklínutæknin staðfesti að boltinn hefði varið yfir línuna og markið stóð. Tæpt var það! Opnunarmark EM 2022 Englendingar komnir yfir! Beth Mead með mark sem marklínutæknin dæmdi inni! Stemningin er á Old Trafford pic.twitter.com/gT41Vc9kUw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 6, 2022 Reyndist þetta sigurmark leiksins en Austurríki gaf Englandi hörkuleik. Þurfti Mary Earps, markvörður Englands, að taka á honum stóra sínum í síðari hálfleik er hún varði gott skot utan af velli í horn. Nær komst austurríska liðið ekki og England byrjar Evrópumótið því á 1-0 sigri og enska þjóðin er þegar farin að láta sig dreyma.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England-Austurríki 1-0 | Enska liðið stóðst væntingar fyrir framan troðfullan Old Trafford England mætti Austurríki í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta í kvöld. Mikil spenna er fyrir mótinu og til marks um það var uppselt á Old Trafford. 6. júlí 2022 20:52 Gríðarleg stemming á opnunarleik EM - myndasyrpa Evrópumótið í fótbolta kvenna hófst í kvöld með leik Englands og Austurríkis en leikurinn fer fram á troðfullum Old Trafford. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er á vellinum og fangaði stemminguna fyrir leikinn. 6. júlí 2022 19:46 Aldrei mætt fleiri á leik á EM kvenna Met var slegið þegar England og Austurríki leiddu saman hesta sína í fyrsta leik Evrópumótsins í fótbolta kvenna á Old Trafford í kvöld. 6. júlí 2022 23:15 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Umfjöllun: England-Austurríki 1-0 | Enska liðið stóðst væntingar fyrir framan troðfullan Old Trafford England mætti Austurríki í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta í kvöld. Mikil spenna er fyrir mótinu og til marks um það var uppselt á Old Trafford. 6. júlí 2022 20:52
Gríðarleg stemming á opnunarleik EM - myndasyrpa Evrópumótið í fótbolta kvenna hófst í kvöld með leik Englands og Austurríkis en leikurinn fer fram á troðfullum Old Trafford. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er á vellinum og fangaði stemminguna fyrir leikinn. 6. júlí 2022 19:46
Aldrei mætt fleiri á leik á EM kvenna Met var slegið þegar England og Austurríki leiddu saman hesta sína í fyrsta leik Evrópumótsins í fótbolta kvenna á Old Trafford í kvöld. 6. júlí 2022 23:15