Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2022 13:50 Samkvæmt Fréttablaðinu hafa þremenningarnir fengið staðfest hjá ríkislögreglustjóra að engin kæra hafi borist á hendur þeim. Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Kolbrún Garðarsdóttir, réttargæslumaður Vítalíu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ástæða þess að Vítalía hafi farið svo seint í skýrslutöku hafi einfaldlega verið að illa hafi gengið að finna tíma sem hentaði bæði henni og lögreglunni. Ákveðins misskilnings hafi gætt fyrst þegar hún lagði fram kæru á hendur þremenningunum. Kolbrún segist búast við að rannsókn málsins dragist eitthvað fram á næsta ár og að henni lokinni verði það ákvörðun ákæruvaldsins hvort kæran verði að dómsmáli. Hún muni leggja fram einkaréttarkröfu fyrir hönd Vítalíu fljótlega þótt vinna við hana væri ekki hafin. Krafan muni hljóða upp á sömu fjárhæð og gangi og gerist í kynferðisbrotamálum. Örlagarík bústaðarferð Líkt og frægt er orðið á kæran rætur að rekja til sumarbústaðarferðar sem Vítalía og þremenningarnir fóru í, ásamt Arnari Grant, í desember árið 2020. Vítalía hefur sakað þá Ara, Hreggvið og Þórð um að hafa brotið kynferðislega á henni í ferðinni. Mál Vítalíu komst fyrst í kastljós fjölmiðla í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur var birt. Þar greindi Vítalía frá því að hún hefði orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún mætti í til að hitta þáverandi ástmann sinn, Arnar Grant. Eftir það var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Íseyjar útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag fór Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía sagði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Á dögunum var samningi Arnars endanlega sagt upp. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Lögreglumál MeToo Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Kolbrún Garðarsdóttir, réttargæslumaður Vítalíu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ástæða þess að Vítalía hafi farið svo seint í skýrslutöku hafi einfaldlega verið að illa hafi gengið að finna tíma sem hentaði bæði henni og lögreglunni. Ákveðins misskilnings hafi gætt fyrst þegar hún lagði fram kæru á hendur þremenningunum. Kolbrún segist búast við að rannsókn málsins dragist eitthvað fram á næsta ár og að henni lokinni verði það ákvörðun ákæruvaldsins hvort kæran verði að dómsmáli. Hún muni leggja fram einkaréttarkröfu fyrir hönd Vítalíu fljótlega þótt vinna við hana væri ekki hafin. Krafan muni hljóða upp á sömu fjárhæð og gangi og gerist í kynferðisbrotamálum. Örlagarík bústaðarferð Líkt og frægt er orðið á kæran rætur að rekja til sumarbústaðarferðar sem Vítalía og þremenningarnir fóru í, ásamt Arnari Grant, í desember árið 2020. Vítalía hefur sakað þá Ara, Hreggvið og Þórð um að hafa brotið kynferðislega á henni í ferðinni. Mál Vítalíu komst fyrst í kastljós fjölmiðla í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur var birt. Þar greindi Vítalía frá því að hún hefði orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún mætti í til að hitta þáverandi ástmann sinn, Arnar Grant. Eftir það var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Íseyjar útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag fór Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía sagði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Á dögunum var samningi Arnars endanlega sagt upp.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Lögreglumál MeToo Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira