Fótbolti

Viðar Örn yfirgefur Vålerenga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson er á leið frá Vålerenga.
Viðar Örn Kjartansson er á leið frá Vålerenga. nettavisen.no

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson hefur leikið sinn seinasta leik fyrir norska liðið Vålerenga, en hann er á leið frá félaginu.

Viðar og Vålerenga hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi hans við félagið, en Viðar gekk í raðir Vålerenga árið 2020 í annað skipti á felinum. Frá þessu er greint á heimasíðu Vålerenga.

„Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja því að yfirgefa félagið sem maður er svo hrifinn af og sem ég á svo margar góðar minningar frá,“ segir Viðar á heimasíðu Vålerenga.

„Fyrir tímabilið vorum við með samkomulag um að ég gæti farið í sumar og ég er mjög þakklátur félaginu að leyfa mér að fara. Ég skil við Vålerenga í góðu.“

Selfyssingurinn hóf atvinnumannaferil sinn einmitt hjá Vålerenga árið 2014. Síðan þá hefur hann leikið með Jiangsu Sinty í Kína, Malmö í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael og FC Rostov í Rússlandi, ásamt því að hafa farið á láni til Hammarby, Rubin Kazan og Yeni Malatyaspor. Þá á hann einnig að baki 32 leiki fyrir íslenska A-landsliðið þar sem hann hefur skorað fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×