Sirico var af ítölskum uppruna en fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum. Hann var góðkunningi lögreglunnar er hann var yngri og átti diskóstað.
Sirico lék oftar en ekki glæpamenn eftir að hann hóf leiklistarferil sinn, til að mynda í myndunum Goodfellas og Mob Queen. Árið 1999 fékk hann síðan hlutverk í The Sopranos sem skaut honum upp á stjörnuhimininn.
Sirico ljáði hundinum Vinny rödd sína í þáttunum Family Guy en Vinny átti að taka við af hundinum Brian sem gæludýr fjölskyldunnar. Skiptingin var afar óvinsæl og var hún tekin til baka nokkrum þáttum seinna.
Ekki er vitað hvert banamein Sirico var en hann hafði verið greindur með heilabilun nokkrum árum fyrir andlát sitt.