Leclerc tók þrisvar framúr Verstappen Hjörvar Ólafsson skrifar 10. júlí 2022 15:25 Charles Leclerc var himinlifandi með langþráðan sigur. Vísir/Getty Charles Leclerc fór með sigur af hólmi í Formúlu 1-kappakstrinum sem fram fór í Austurríki í dag. Leclerc tók þrisvar sinnum framúr Max Verstappen í kappakstrinum og kom að lokum fyrstur í mark. Það var svo Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes Benz, sem varð þriðji en liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, náði ekki að klára keppnina vegna vélarbilunar. Þetta var langþráður sigur hjá Leclerc en hann hafði fyrir daginn í dag farið í sjö kappakstra án þess að bera sigur úr býtum. Verstappen, sem keyrir fyrir Red Bull, var á ráspól en hann og Leclerc skiptust á að hafa forystuna í þessum kaflaskipta kappakstri. Leclerc saxaði á forskot Verstappen en nú munar 38 stigum á þeim. Red Bull-maðurinn Sergio Perez missti annað sætið í stigakeppni ökuþóra í dag en hann varð að hætta í kappakstrinum eftir að hafa lent í árekstri við George Russell í fyrsta hring. Akstursíþróttir Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Það var svo Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes Benz, sem varð þriðji en liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, náði ekki að klára keppnina vegna vélarbilunar. Þetta var langþráður sigur hjá Leclerc en hann hafði fyrir daginn í dag farið í sjö kappakstra án þess að bera sigur úr býtum. Verstappen, sem keyrir fyrir Red Bull, var á ráspól en hann og Leclerc skiptust á að hafa forystuna í þessum kaflaskipta kappakstri. Leclerc saxaði á forskot Verstappen en nú munar 38 stigum á þeim. Red Bull-maðurinn Sergio Perez missti annað sætið í stigakeppni ökuþóra í dag en hann varð að hætta í kappakstrinum eftir að hafa lent í árekstri við George Russell í fyrsta hring.
Akstursíþróttir Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira