„Súrar núna en það gerir okkur bara hungraðri í að taka sigurinn næst“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 19:30 Guðrún Arnardóttir var súr og svekkt með það að taka aðeins eitt stig úr fyrsta leik Íslands á EM. Vísir/Vilhelm Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var nokkuð súr og svekkt með það að liðið hafi aðeins tekið eitt stig úr leiknum gegn Belgíu fyrr í dag, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í opnunarleik D-riðils á EM. „Akkúrat núna er þetta svolítið súrt,“ sagði Guðrún að leik loknum. „Mér fannst við heilt yfir betri aðilinn í leiknum og mér fannst við geta tekið sigurinn. Þannig að akkúrat núna svíður þetta svolítið.“ Þrátt fyrir að vera ósátt við úrslitin var Guðrún þó nokkuð ánægð með spilamennsku liðsins. „Mér fannst við fínar varnarlega og þær voru í rauninni ekki að ná að skapa sér mikið sjálfar. Það sem þær náðu að skapa sér var út frá okkar mistökum. Við hefðum getað verið aðeins rólegri á boltann sóknarlega fannst mér, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo hefðum við náttúrulega getað klárað færin til að vinna.“ Staðan í leiknum var markalaus þegar haldið var inn í hálfleikshléið, en íslensku stelpurnar mættu af miklum krafti út í síðari hálfleikinn. Guðrún segir þó að ekki hafi verið gerðar miklar áherslubreytingar inni í búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda sama striki. Við þurftum að vera aggresívar og halda áfram með góðan varnarleik og að sama skapi vera svolítið „ruthless“ fram á við. En að sama skapi þurftum við að halda í boltann þegar við vorum að vinna hann. Færin þeirra voru að skapast út frá okkar mistökum þannig að við þurftum að minnka okkar mistök og þá myndu færin þeirra minnka líka.“ Íslenska liðið fékk svo sannarlega færin til að taka öll stigin þrjú, en því miður gekk það ekki upp í dag. „Þó að mér hafi fundist seinni hálfleikurinn betri en sá fyrri þá fannst mér við samt betri aðilinn í fyrri hálfleik. Við vorum að skapa færi og við vorum að halda í boltann þannig að það er súrt að hafa ekki náð þrem stigum í dag.“ Varnarlína íslenska liðsins stóð að mestu leyti vel í dag og Guðrún hrósaði öllu liðinu fyrir sína varnavinnu í dag. „Það er allt liðið sem verst og það gerir okkur í vörninni auðveldara fyrir þegar mennirnir fyrir framan okkur vinna góða vinnu. Vörnin snýst um allt liðið frá framherja niður í markmann.“ Íslenska liðið er nú með eitt stig eftir fyrsta leikinn á EM og þarf að bæta í ef það á að takast að komast upp úr riðlinum. „Við erum svolítið súrar núna en það gerir okkur bara hungraðari í að taka sigurinn næst. Við eru hvergi nærri hættar,“ sagði Guðrún að lokum. Klippa: Guðrun Arnardottir eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira
„Akkúrat núna er þetta svolítið súrt,“ sagði Guðrún að leik loknum. „Mér fannst við heilt yfir betri aðilinn í leiknum og mér fannst við geta tekið sigurinn. Þannig að akkúrat núna svíður þetta svolítið.“ Þrátt fyrir að vera ósátt við úrslitin var Guðrún þó nokkuð ánægð með spilamennsku liðsins. „Mér fannst við fínar varnarlega og þær voru í rauninni ekki að ná að skapa sér mikið sjálfar. Það sem þær náðu að skapa sér var út frá okkar mistökum. Við hefðum getað verið aðeins rólegri á boltann sóknarlega fannst mér, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo hefðum við náttúrulega getað klárað færin til að vinna.“ Staðan í leiknum var markalaus þegar haldið var inn í hálfleikshléið, en íslensku stelpurnar mættu af miklum krafti út í síðari hálfleikinn. Guðrún segir þó að ekki hafi verið gerðar miklar áherslubreytingar inni í búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda sama striki. Við þurftum að vera aggresívar og halda áfram með góðan varnarleik og að sama skapi vera svolítið „ruthless“ fram á við. En að sama skapi þurftum við að halda í boltann þegar við vorum að vinna hann. Færin þeirra voru að skapast út frá okkar mistökum þannig að við þurftum að minnka okkar mistök og þá myndu færin þeirra minnka líka.“ Íslenska liðið fékk svo sannarlega færin til að taka öll stigin þrjú, en því miður gekk það ekki upp í dag. „Þó að mér hafi fundist seinni hálfleikurinn betri en sá fyrri þá fannst mér við samt betri aðilinn í fyrri hálfleik. Við vorum að skapa færi og við vorum að halda í boltann þannig að það er súrt að hafa ekki náð þrem stigum í dag.“ Varnarlína íslenska liðsins stóð að mestu leyti vel í dag og Guðrún hrósaði öllu liðinu fyrir sína varnavinnu í dag. „Það er allt liðið sem verst og það gerir okkur í vörninni auðveldara fyrir þegar mennirnir fyrir framan okkur vinna góða vinnu. Vörnin snýst um allt liðið frá framherja niður í markmann.“ Íslenska liðið er nú með eitt stig eftir fyrsta leikinn á EM og þarf að bæta í ef það á að takast að komast upp úr riðlinum. „Við erum svolítið súrar núna en það gerir okkur bara hungraðari í að taka sigurinn næst. Við eru hvergi nærri hættar,“ sagði Guðrún að lokum. Klippa: Guðrun Arnardottir eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira