Seinna um kvöldið var lögrega aftur kölluð til vegna vandræða með kúnna en þá að skemmtistað í miðbænum. Þar var um að ræða ofurölvi einstakling sem neitaði að yfirgefa staðinn við lokun. Var þess freistað að koma einstalingnum heim en þegar það tókst ekki var hann vistaður í fangageymslu.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir við of hraðan akstur eða akstur undir áhrifum og þá var tilkynnt um innbrot í nýbyggingu í Garðabæ og um eignaspjöll á vinnuvélum. Lögreglu bárust einnig tilkynningar um rúðubrot í póstnúmerunum 108 og 113.