Einn af stærstu leikjum í sögu félagsins Atli Arason skrifar 11. júlí 2022 19:45 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Hulda Margrét Víkingur tekur á móti sænska stórliðinu Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgunn. Malmö leiðir einvígið með einu marki eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. Leikurinn á morgun verður sá stærsti í sögu Víkings samkvæmt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara liðsins. „Allir gera sér grein fyrir því að þetta er einn af stærstu leikjum í sögu félagsins. Við náðum frábærum úrslitum í útileiknum miðað við aðstæður. Við teljum okkur eiga góða möguleika en erum jafnframt minnugir þess að við erum ólíklegri (e. underdogs) í þessu einvígi, við erum að spila á móti einu af þessum topp liðum í Skandinavíu,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport í dag en bætir við að pressan er öll á liði Malmö. „Pressan er svakaleg á þeim. Leikmenn þeirra vilja alls ekki lenda í þeirri aðstöðu að vera liðið sem tapaði á móti einhverju sveitaliði frá Íslandi. Það er pressa á þeim en við þurfum að spila topp leik á morgun ef við ætlum að komast áfram.“ Allir leikmenn Víkings eru heilir heilsu og klárir í leikinn nema miðvörðurinn Kyle McLagan. Arnar telur það verða erfitt verkefni að tilkynna sínum leikmönnum hverjir byrja leikinn og hverjir þurfa að verma varamannabekkinn. „Ég vildi óska þess það væri hægt að finna leið að spila 20 á móti 20. Því miður þá verða nokkrir sem þurfa að bíta í það súra epli, sem eiga það ekki skilið, að byrja ekki inná á morgun. Þeir mega vera fúlir út í mig í circa tvær mínútur en svo þurfa þeir að standa á bak við liðsfélaga sína og vera tilbúnir að koma inná.“ Arnar var stoltur af liðinu í fyrri viðureigninni í Málmey í Svíþjóð. Víkingar spiluðu tæpan klukkutíma einum leikmanni færri en töpuðu leiknum samt aðeins með einu marki. Þjálfarinn krefst þess fyrst og fremst að Víkingar sýni góða frammistöðu á morgun sama hver niðurstaðan verður. „Það var eitthvað náttúrulegt við þetta allt saman, hvernig við tókumst á við þessa áskorun og hvernig við héldum okkur við okkar concept [í fyrri leiknum í Svíþjóð] og ég var mjög stoltur af því. Við fáum samt ekkert fyrir það ef frammistaðan verður léleg á morgun. Það getur vel verið að við töpum leiknum á morgun en frammistaðan þarf að vera til sóma ef við ætlum að halda þessari vegferð áfram,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Arnar ræddi einnig nýjustu viðbót Víkinga, Daniel Djuric. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Klippa: Arnar Gunnlaugs fyrir leik gegn Malmö Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira
„Allir gera sér grein fyrir því að þetta er einn af stærstu leikjum í sögu félagsins. Við náðum frábærum úrslitum í útileiknum miðað við aðstæður. Við teljum okkur eiga góða möguleika en erum jafnframt minnugir þess að við erum ólíklegri (e. underdogs) í þessu einvígi, við erum að spila á móti einu af þessum topp liðum í Skandinavíu,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport í dag en bætir við að pressan er öll á liði Malmö. „Pressan er svakaleg á þeim. Leikmenn þeirra vilja alls ekki lenda í þeirri aðstöðu að vera liðið sem tapaði á móti einhverju sveitaliði frá Íslandi. Það er pressa á þeim en við þurfum að spila topp leik á morgun ef við ætlum að komast áfram.“ Allir leikmenn Víkings eru heilir heilsu og klárir í leikinn nema miðvörðurinn Kyle McLagan. Arnar telur það verða erfitt verkefni að tilkynna sínum leikmönnum hverjir byrja leikinn og hverjir þurfa að verma varamannabekkinn. „Ég vildi óska þess það væri hægt að finna leið að spila 20 á móti 20. Því miður þá verða nokkrir sem þurfa að bíta í það súra epli, sem eiga það ekki skilið, að byrja ekki inná á morgun. Þeir mega vera fúlir út í mig í circa tvær mínútur en svo þurfa þeir að standa á bak við liðsfélaga sína og vera tilbúnir að koma inná.“ Arnar var stoltur af liðinu í fyrri viðureigninni í Málmey í Svíþjóð. Víkingar spiluðu tæpan klukkutíma einum leikmanni færri en töpuðu leiknum samt aðeins með einu marki. Þjálfarinn krefst þess fyrst og fremst að Víkingar sýni góða frammistöðu á morgun sama hver niðurstaðan verður. „Það var eitthvað náttúrulegt við þetta allt saman, hvernig við tókumst á við þessa áskorun og hvernig við héldum okkur við okkar concept [í fyrri leiknum í Svíþjóð] og ég var mjög stoltur af því. Við fáum samt ekkert fyrir það ef frammistaðan verður léleg á morgun. Það getur vel verið að við töpum leiknum á morgun en frammistaðan þarf að vera til sóma ef við ætlum að halda þessari vegferð áfram,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Arnar ræddi einnig nýjustu viðbót Víkinga, Daniel Djuric. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Klippa: Arnar Gunnlaugs fyrir leik gegn Malmö
Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira