Valur fær sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar: „Hefði verið galið að sleppa þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júlí 2022 12:44 Valsmenn fara beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Valur hefur fengið úthlutað sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta og mun því ekki þurfa að leika í undankeppni um laust sæti í riðlakeppninni. Frá þessu var greint á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins, EHF, í dag. Alls eru 12 lið sem fengu úthlutað sæti í riðlakeppninni og 12 til viðbótar munu vinna sér inn sæti í gegnum undankeppnina. 𝐄𝐇𝐅 𝐄𝐮𝐫𝐨𝐩𝐞𝐚𝐧 𝐋𝐞𝐚𝐠𝐮𝐞 𝐌𝐞𝐧 𝟐𝟎𝟐𝟐/𝟐𝟑 🏆 Overview of the next edition of the #ehfel 🤩 Which team do you see winning it this season = ___________? 💬Read more: https://t.co/2gN8Rx59ax pic.twitter.com/PWGKdOSGsp— EHF European League (@ehfel_official) July 12, 2022 Valsmenn tóku þátt í sömu keppni í fyrra, en þá þurfti liðið að fara í gegnum unandkeppni. Íslandsmeistararnir féllu að lokum úr leik gegn þýska stórliðinu Lemgo eftir harða baráttu, en þá var Lemgo ríkjandi bikarmeistari í Þýskalandi. Valsmenn hafa undanfarin tvö ár sankað að sér öllum þeim titlum sem í boði eru í íslenskum handbolta. Liðið er ríkjandi Íslands-, bikar- og deildarmeistari og því má segja að þetta sé enn ein rósin í hnappagatið fyrir þá rauðklæddu. „Fáum að reyna okkur á stóra sviðinu“ Jón Halldórsson situr í stjórn handknattleiksdeildar Vals, en hann segir þetta gríðarlegt tækifæri fyrir félagið og íslenskan handbolta í heild. „Þetta er risastórt fyrir íslenskan handbolta, félagið okkar og okkar leikmenn,“ sagði Jón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í morgun. „Þetta er ótrúlega spennandi verkefni fyrir okkur. Við erum búnir að vinna allt sem í boði er síðastliðin tvö ár og það hefði verið galið að sleppa þessu.“ Jón viðurkennir þó að nú fari af stað mikil vinna þar sem þátttaka í Evrópukeppni í handbolta sé ekki beint ókeypis. „Þetta er auðvitað mjög kostnaðarsamt og framundan er ótrúleg vinna. Þetta er ekki eins og í fótboltanum, heldur þurfum við að sjá um kostnaðinn sjálfir. Þetta eru tíu leikir, fimm heima og fimm úti, þannig að það verður mikið leikjaálag. En þetta gefur okkur vítamínsprautu og við fáum að reyna okkur á stóra sviðinu.“ „Við stóðum auðvitað í Lemgo í fyrra. Þá var Róbert Aron [Hostert] ekki einu sinni með og Björgvin [Páll Gústavsson] fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Má [Elísson]. Þannig að það var allt á móti okkur, en samt ekki.“ „Við erum með góða blöndu af ungum og reynslumeiri leikmönnum. Þannig að þetta er bara gríðarlega spennandi,“ sagði Jón að lokum. Handbolti Valur Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Frá þessu var greint á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins, EHF, í dag. Alls eru 12 lið sem fengu úthlutað sæti í riðlakeppninni og 12 til viðbótar munu vinna sér inn sæti í gegnum undankeppnina. 𝐄𝐇𝐅 𝐄𝐮𝐫𝐨𝐩𝐞𝐚𝐧 𝐋𝐞𝐚𝐠𝐮𝐞 𝐌𝐞𝐧 𝟐𝟎𝟐𝟐/𝟐𝟑 🏆 Overview of the next edition of the #ehfel 🤩 Which team do you see winning it this season = ___________? 💬Read more: https://t.co/2gN8Rx59ax pic.twitter.com/PWGKdOSGsp— EHF European League (@ehfel_official) July 12, 2022 Valsmenn tóku þátt í sömu keppni í fyrra, en þá þurfti liðið að fara í gegnum unandkeppni. Íslandsmeistararnir féllu að lokum úr leik gegn þýska stórliðinu Lemgo eftir harða baráttu, en þá var Lemgo ríkjandi bikarmeistari í Þýskalandi. Valsmenn hafa undanfarin tvö ár sankað að sér öllum þeim titlum sem í boði eru í íslenskum handbolta. Liðið er ríkjandi Íslands-, bikar- og deildarmeistari og því má segja að þetta sé enn ein rósin í hnappagatið fyrir þá rauðklæddu. „Fáum að reyna okkur á stóra sviðinu“ Jón Halldórsson situr í stjórn handknattleiksdeildar Vals, en hann segir þetta gríðarlegt tækifæri fyrir félagið og íslenskan handbolta í heild. „Þetta er risastórt fyrir íslenskan handbolta, félagið okkar og okkar leikmenn,“ sagði Jón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í morgun. „Þetta er ótrúlega spennandi verkefni fyrir okkur. Við erum búnir að vinna allt sem í boði er síðastliðin tvö ár og það hefði verið galið að sleppa þessu.“ Jón viðurkennir þó að nú fari af stað mikil vinna þar sem þátttaka í Evrópukeppni í handbolta sé ekki beint ókeypis. „Þetta er auðvitað mjög kostnaðarsamt og framundan er ótrúleg vinna. Þetta er ekki eins og í fótboltanum, heldur þurfum við að sjá um kostnaðinn sjálfir. Þetta eru tíu leikir, fimm heima og fimm úti, þannig að það verður mikið leikjaálag. En þetta gefur okkur vítamínsprautu og við fáum að reyna okkur á stóra sviðinu.“ „Við stóðum auðvitað í Lemgo í fyrra. Þá var Róbert Aron [Hostert] ekki einu sinni með og Björgvin [Páll Gústavsson] fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Má [Elísson]. Þannig að það var allt á móti okkur, en samt ekki.“ „Við erum með góða blöndu af ungum og reynslumeiri leikmönnum. Þannig að þetta er bara gríðarlega spennandi,“ sagði Jón að lokum.
Handbolti Valur Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira