Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. júlí 2022 13:01 Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt og er viðbúið að fjöldi nýrra íbúða aukist á næstu misserum. Vísir/Vilhelm Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki. Mikil spenna hefur verið á fasteignamarkaði undanfarið en samkvæmt nýjustu skýrslu húsnæðis og mannvirkjastofnunar hefur framboð íbúða til sölu nú aukist töluvert, eða um 50 prósent á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvo mánuði, auk þess sem færri íbúðir fara yfir ásettu verði. Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá HMS, segir þetta merki um að markaðurinn sé að kólna. „Við erum að sjá fyrstu merki um viðsnúning á fasteignamarkaði, þessar aðgerðir sem að Seðlabankinn hefur farið í undanfarna tvo mánuði, það er að segja tvær stýrivaxtahækkanir um tvö prósentustig og svo ný viðmið í greiðslumati, þau virðast vera farin að bíta,“ segir hann. Eitthvað geti verið um sveiflur milli mánaða en framboðið hafi verið að aukast hratt umfram það. „Síðan er bara líka sterk ástæða til að halda að þetta sé raunverulegur viðsnúningur af því að aðgengi að lánsfé hefur verið verulega takmarkað með þessum aðgerðum,“ segir Kári. Hann tekur sem dæmi að einstaklingur sem gat tekið 90 milljóna króna lán fyrir mánuði, miðað við 250 þúsund króna mánaðarlega greiðslubyrði, geti aðeins tekið 53 miljóna króna lán í dag vegna strangari viðmiða í greiðslumati. Það á sérstaklega við um verðtryggð lán en óverðtryggð lán eru töluvert hagstæðari þar sem vextirnir eru lægri en verðbólga. Viðbúið er að svo verði áfram. „Miðað við verðbólguspár og væntingar markaðsaðila um verðbólgu, þá geri ég ráð fyrir alla vega ár í viðbót, líklega lengur, þá verði töluvert hagstæðara að taka óverðtryggt lán,“ segir Kári. Strangari viðmið gera það að verkum að einstaklingar geta ekki tekið jafn há verðtryggð lán og áður. HMS Bjartari tímar virðast nú fram undan en þó er erfitt að segja hvernig þróunin endar. „Líklegast verða bara hóflegar verðhækkanir, jafnvel að þær verði undir verðbólgu, en það er mjög ólíklegt að íbúðaverð muni lækka. Svo ef að fasteignamarkaðurinn kólnar hratt þá eru líkur á að stýrivextir lækki aftur eitthvað sem viðbrögð og þá gæti þetta farið í svona eðlilegra horf,“ segir Kári. Rammasamningur um húsnæðismál til tíu ára undirritaður í dag Samkvæmt skýrslu HMS hefur minna verið byggt á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári en á sama tíma í fyrra en í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur uppbygging verið nokkuð hraðari. Annars staðar á landinu er uppbygging á pari við það sem áður var. Var það viðbúið þar sem lítið var af íbúðum í byggingu á síðari byggingarstigum í síðustu talningu en íbúðum á fyrri byggingarstigum hafði fjölgað. Má því gera ráð fyrir að fjöldi kláraðra íbúða aukist á ný á næstu misserum. Velta í byggingariðnaði og fjöldi starfandi hefur þá ekki verið meiri síðan fyrir hrun. Rammasamningur milli ríkis og sveitarfélaga um húsnæðismál til tíu ára verður undirritaður klukkan 13 í dag en þar er kveðið á um 35 þúsund nýjar íbúðir til að mæta þörf, þar af ríflega 12.000 hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði. Húsnæðismál Verðlag Byggingariðnaður Seðlabankinn Neytendur Tengdar fréttir „Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. 12. júlí 2022 07:48 Verðbólgan ekki á förum þó verð á ákveðnum vörum lækki Verðlækkanir í ákveðnum vöruflokkum eru ekki endilega til marks um hjaðnandi verðbólgu. Þættir sem stuðla að aukinni verðbólgu vega á móti þeim sem hægja ættu á henni. Hagfræðingur segir verðbólguna ekkert á förum. 10. júlí 2022 19:29 Allt að þrefalt dýrara í hárri verðbólgu að taka verðtryggt húsnæðislán Höfuðstóll verðtryggðra húsnæðislána hækkar hratt þessa dagana vegna mikillar verðbólgu. Umboðsmaður skuldara segir afar mikilvægt að lántakendur séu meðvitaðir um áhættuna sem felist í slíkum lánum. Stærsti hluti húsnæðislána hjá lífeyrissjóðum er verðtryggður. 6. júlí 2022 19:05 Lífeyrissjóðir ryðja sér aftur til rúms á lánamarkaði Heimili landsins tóku óverðtryggð lán fyrir samtals 100 milljarða króna frá byrjun þessa árs til loka maí. Samkvæmt nýjum tölum Seðlabanka Íslands um eignir lífeyrissjóða nam hlutdeild sjóðanna þriðjungi – ný og óverðtryggð útlán sjóðanna námu 32 milljörðum á tímabilinu – en bankarnir voru með tvo þriðju af markaðinum. 6. júlí 2022 11:57 Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Mikil spenna hefur verið á fasteignamarkaði undanfarið en samkvæmt nýjustu skýrslu húsnæðis og mannvirkjastofnunar hefur framboð íbúða til sölu nú aukist töluvert, eða um 50 prósent á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvo mánuði, auk þess sem færri íbúðir fara yfir ásettu verði. Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá HMS, segir þetta merki um að markaðurinn sé að kólna. „Við erum að sjá fyrstu merki um viðsnúning á fasteignamarkaði, þessar aðgerðir sem að Seðlabankinn hefur farið í undanfarna tvo mánuði, það er að segja tvær stýrivaxtahækkanir um tvö prósentustig og svo ný viðmið í greiðslumati, þau virðast vera farin að bíta,“ segir hann. Eitthvað geti verið um sveiflur milli mánaða en framboðið hafi verið að aukast hratt umfram það. „Síðan er bara líka sterk ástæða til að halda að þetta sé raunverulegur viðsnúningur af því að aðgengi að lánsfé hefur verið verulega takmarkað með þessum aðgerðum,“ segir Kári. Hann tekur sem dæmi að einstaklingur sem gat tekið 90 milljóna króna lán fyrir mánuði, miðað við 250 þúsund króna mánaðarlega greiðslubyrði, geti aðeins tekið 53 miljóna króna lán í dag vegna strangari viðmiða í greiðslumati. Það á sérstaklega við um verðtryggð lán en óverðtryggð lán eru töluvert hagstæðari þar sem vextirnir eru lægri en verðbólga. Viðbúið er að svo verði áfram. „Miðað við verðbólguspár og væntingar markaðsaðila um verðbólgu, þá geri ég ráð fyrir alla vega ár í viðbót, líklega lengur, þá verði töluvert hagstæðara að taka óverðtryggt lán,“ segir Kári. Strangari viðmið gera það að verkum að einstaklingar geta ekki tekið jafn há verðtryggð lán og áður. HMS Bjartari tímar virðast nú fram undan en þó er erfitt að segja hvernig þróunin endar. „Líklegast verða bara hóflegar verðhækkanir, jafnvel að þær verði undir verðbólgu, en það er mjög ólíklegt að íbúðaverð muni lækka. Svo ef að fasteignamarkaðurinn kólnar hratt þá eru líkur á að stýrivextir lækki aftur eitthvað sem viðbrögð og þá gæti þetta farið í svona eðlilegra horf,“ segir Kári. Rammasamningur um húsnæðismál til tíu ára undirritaður í dag Samkvæmt skýrslu HMS hefur minna verið byggt á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári en á sama tíma í fyrra en í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur uppbygging verið nokkuð hraðari. Annars staðar á landinu er uppbygging á pari við það sem áður var. Var það viðbúið þar sem lítið var af íbúðum í byggingu á síðari byggingarstigum í síðustu talningu en íbúðum á fyrri byggingarstigum hafði fjölgað. Má því gera ráð fyrir að fjöldi kláraðra íbúða aukist á ný á næstu misserum. Velta í byggingariðnaði og fjöldi starfandi hefur þá ekki verið meiri síðan fyrir hrun. Rammasamningur milli ríkis og sveitarfélaga um húsnæðismál til tíu ára verður undirritaður klukkan 13 í dag en þar er kveðið á um 35 þúsund nýjar íbúðir til að mæta þörf, þar af ríflega 12.000 hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði.
Húsnæðismál Verðlag Byggingariðnaður Seðlabankinn Neytendur Tengdar fréttir „Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. 12. júlí 2022 07:48 Verðbólgan ekki á förum þó verð á ákveðnum vörum lækki Verðlækkanir í ákveðnum vöruflokkum eru ekki endilega til marks um hjaðnandi verðbólgu. Þættir sem stuðla að aukinni verðbólgu vega á móti þeim sem hægja ættu á henni. Hagfræðingur segir verðbólguna ekkert á förum. 10. júlí 2022 19:29 Allt að þrefalt dýrara í hárri verðbólgu að taka verðtryggt húsnæðislán Höfuðstóll verðtryggðra húsnæðislána hækkar hratt þessa dagana vegna mikillar verðbólgu. Umboðsmaður skuldara segir afar mikilvægt að lántakendur séu meðvitaðir um áhættuna sem felist í slíkum lánum. Stærsti hluti húsnæðislána hjá lífeyrissjóðum er verðtryggður. 6. júlí 2022 19:05 Lífeyrissjóðir ryðja sér aftur til rúms á lánamarkaði Heimili landsins tóku óverðtryggð lán fyrir samtals 100 milljarða króna frá byrjun þessa árs til loka maí. Samkvæmt nýjum tölum Seðlabanka Íslands um eignir lífeyrissjóða nam hlutdeild sjóðanna þriðjungi – ný og óverðtryggð útlán sjóðanna námu 32 milljörðum á tímabilinu – en bankarnir voru með tvo þriðju af markaðinum. 6. júlí 2022 11:57 Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. 12. júlí 2022 07:48
Verðbólgan ekki á förum þó verð á ákveðnum vörum lækki Verðlækkanir í ákveðnum vöruflokkum eru ekki endilega til marks um hjaðnandi verðbólgu. Þættir sem stuðla að aukinni verðbólgu vega á móti þeim sem hægja ættu á henni. Hagfræðingur segir verðbólguna ekkert á förum. 10. júlí 2022 19:29
Allt að þrefalt dýrara í hárri verðbólgu að taka verðtryggt húsnæðislán Höfuðstóll verðtryggðra húsnæðislána hækkar hratt þessa dagana vegna mikillar verðbólgu. Umboðsmaður skuldara segir afar mikilvægt að lántakendur séu meðvitaðir um áhættuna sem felist í slíkum lánum. Stærsti hluti húsnæðislána hjá lífeyrissjóðum er verðtryggður. 6. júlí 2022 19:05
Lífeyrissjóðir ryðja sér aftur til rúms á lánamarkaði Heimili landsins tóku óverðtryggð lán fyrir samtals 100 milljarða króna frá byrjun þessa árs til loka maí. Samkvæmt nýjum tölum Seðlabanka Íslands um eignir lífeyrissjóða nam hlutdeild sjóðanna þriðjungi – ný og óverðtryggð útlán sjóðanna námu 32 milljörðum á tímabilinu – en bankarnir voru með tvo þriðju af markaðinum. 6. júlí 2022 11:57
Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37