„Við erum bara fótboltamenn og höfum gaman af lífinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2022 15:31 Elín Metta Jensen og Svava Rós Guðmundsdóttir eru jafnaldrar úr Val sem eru að keppa um sömu stöðu á Evrópumótinu i Englandi. Svava Rós kom inná sem varamaður á móti Belgíu en ekki Elín Metta. Vísir/Vilhelm Næsti mótherji íslensku stelpnanna eru Ítalir sem fengu stóran skell á móti Frökkum sama dag og íslensku stelpurnar gerðu 1-1 jafntefli við Belga. Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, lagði áherslu á það eins og aðrir í þjálfarateyminu að þetta væri allt enn þá í höndum íslenska liðsins. Stig í fyrsta leik er enginn heimsendir og sigur á móti Ítalíu kemur liðinu í ágæta stöðu. Þetta er í okkar höndum „Þetta er í okkar höndum og við þurfum að ná í sigur á móti Ítalíu. Vonandi eigum við bara góðan leik. Við erum búnir að undirbúa liðið vel og erum að fara á fund á morgun og hinn um Ítalina,“ sagði Ólafur. „Við vitum um þeirra styrkleika og veikleika. Vonandi náum við að nýta okkur veikleikana þeirra,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræddi við blaðamenn fyrir æfingu liðsins.Vísir/Vilhelm 5-1 tap Ítala á móti Frökkum vakti furðu marga og úrslitin komu íslenska þjálfarateyminu mikið á óvart. „Það voru gríðarlegir yfirburðir í fyrri hálfleik en vissulega hefðu Ítalirnir geta komist yfir því þeir fengu dauðafæri í byrjun í stöðunni 0-0 þar sem franski markvörðurinn varði mjög vel. Eftir það var þetta bara einstefna í 45 mínútur og svo var þetta bara rólegur seinni hálfleikur,“ sagði Ólafur. „Ég bjóst nú alls ekki við þessu. Ítalirnir hafa líka verið þéttir og ekki verið að fá mikið af mörkum á sig,“ sagði Ólafur. Við náum gríðarlega vel saman Ólafur talar mjög vel um hópinn eins og allir aðrir sem Vísir hefur rætt við úr og í tengslum við íslenska liðið. „Þetta er frábær hópur, bæði leikmenn og starfsfólk. Við náum gríðarlega vel saman og það er mikið hlegið og við skemmtun okkur gríðarlega vel saman,“ sagði Ólafur og aldursmunurinn í hópnum truflar það ekki. „Við erum bara fótboltamenn og höfum gaman af lífinu,“ sagði Ólafur. Ísland leikur annan leik sinn á Evrópumótinu á móti Ítalíu á fimmtudaginn kemur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, lagði áherslu á það eins og aðrir í þjálfarateyminu að þetta væri allt enn þá í höndum íslenska liðsins. Stig í fyrsta leik er enginn heimsendir og sigur á móti Ítalíu kemur liðinu í ágæta stöðu. Þetta er í okkar höndum „Þetta er í okkar höndum og við þurfum að ná í sigur á móti Ítalíu. Vonandi eigum við bara góðan leik. Við erum búnir að undirbúa liðið vel og erum að fara á fund á morgun og hinn um Ítalina,“ sagði Ólafur. „Við vitum um þeirra styrkleika og veikleika. Vonandi náum við að nýta okkur veikleikana þeirra,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræddi við blaðamenn fyrir æfingu liðsins.Vísir/Vilhelm 5-1 tap Ítala á móti Frökkum vakti furðu marga og úrslitin komu íslenska þjálfarateyminu mikið á óvart. „Það voru gríðarlegir yfirburðir í fyrri hálfleik en vissulega hefðu Ítalirnir geta komist yfir því þeir fengu dauðafæri í byrjun í stöðunni 0-0 þar sem franski markvörðurinn varði mjög vel. Eftir það var þetta bara einstefna í 45 mínútur og svo var þetta bara rólegur seinni hálfleikur,“ sagði Ólafur. „Ég bjóst nú alls ekki við þessu. Ítalirnir hafa líka verið þéttir og ekki verið að fá mikið af mörkum á sig,“ sagði Ólafur. Við náum gríðarlega vel saman Ólafur talar mjög vel um hópinn eins og allir aðrir sem Vísir hefur rætt við úr og í tengslum við íslenska liðið. „Þetta er frábær hópur, bæði leikmenn og starfsfólk. Við náum gríðarlega vel saman og það er mikið hlegið og við skemmtun okkur gríðarlega vel saman,“ sagði Ólafur og aldursmunurinn í hópnum truflar það ekki. „Við erum bara fótboltamenn og höfum gaman af lífinu,“ sagði Ólafur. Ísland leikur annan leik sinn á Evrópumótinu á móti Ítalíu á fimmtudaginn kemur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira