Úr ójafnvægi í jafnvægi á húsnæðismarkaði Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 14. júlí 2022 11:01 Á þriðjudaginn kynnti ráðherra húsnæðismála, Sigurður Ingi Jóhannsson, sameiginlegt markmið og samkomulag milli beggja stjórnsýslustiga um aukið framboð af húsnæði næstu tíu árin. Hér er loks verið að stíga mikilvægt skref og í fyrsta sinn sem ríki og sveitarfélög gera með sér sérstakt samkomulag um stefnu og aðgerðir á húsnæðismarkaði svo tryggja megi nauðsynlega uppbyggingu íbúða fyrir alla hópa samfélagsins á samningstímanum. Það verði gert með því að 30% af heildaruppbyggingu næstu tíu ára skuli vera hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði og 5% félagsleg húsnæðisúrræði til að bæta stöðu viðkvæmra hópa á húsnæðismarkaði. Það munu því 35% uppbyggingarinnar njóta stuðnings hins opinbera í formi hlutdeildarlána, almenna húsnæðiskerfisins, stofnstyrkja og félagslegra íbúða sem HMS lánar til. Hér eru um að ræða metnaðarfullar aðgerðir inn í það verkefni að tryggja þá grunnþörf einstaklinga og fjölskyldna að búa við húsnæðisöryggi. 35 þúsund íbúðir um land allt á næstu tíu árum Samkomulagið byggir meðal annars á niðurstöðum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði, en hópurinn skilaði nýverið af sér 28 tillögum í sjö málaflokkum. Við þurfum að minnka þær sveiflur sem verið hafa á markaði og ná fram stöðugleika. Til þess að nálgast stöðugleika á húsnæðismarkaði þarf framboð íbúða og uppbygging að vera í takt við þörf. Niðurstaða þarfagreiningar sveitarfélaga í húsnæðisáætlunum sem er nauðsynlegt verkfæri til að meta þörfina, bæði til skemmri og lengri tíma, er að byggja þurfi 35.000 íbúðir á næstu tíu árum til að mæta fólksfjölgun, tryggja nauðsynlegan stöðugleika og jafnvægi á húsnæðismarkaði. Nauðsynlegt að tryggja lóðir til uppbyggingar Nú þarf að láta verkin tala og tryggja nægt lóðaframboð um land allt svo hægt sé að byggja fjölbreytt húsnæði og svara þeirri þörf sem við sjáum að verður til staðar á næstu árum. Ég hef sagt það áður og segi það enn að hér þarf að fara saman skynsamleg þétting byggðar samhliða því að sveitarfélög hafi svigrúm til þess að brjóta nýtt land til uppbyggingar. Þétting byggðar er nauðsynleg og mikilvæg svo nýta megi betur alla innviði sem til staðar eru, svo sem götur og skóla. Jafnframt treystir þétting byggðar rekstrargrundvöll almenningssamgangna og samgöngukerfisins í heild. Þétting byggðar er hins vegar oft flókin í framkvæmd, hún er kostnaðarsöm og tekur tíma. Sú innviðauppbygging sem fylgir því að brjóta nýtt land og byggja ný hverfi er sveitarfélögum kostnaðarsöm, en slíkt er nú nauðsynlegt svo byggja megi hratt og vel ásamt því að ná settum markmiðum um fjölda hagkvæmra íbúða. Það er því gott að sjá að sveitarfélögin sjálf munu gera samninga við ríkið á grunni samkomulagsins þar sem fjárstuðningur kemur frá ríkinu til að tryggja lóðir og meðfylgjandi innviðauppbyggingu sem slíku fylgir. Það mun ásamt öðrum aðgerðum samkomulagsins tryggja að markmið uppbyggingar raungerist á samningstímanum. Brýnt að einfalda ferla Settar eru fram 24 skilgreindar aðgerðir í samkomulaginu og þær eru bæði góðar og metnaðarfullar. Það mikilvægasta þykir mér þó að ríki og sveitarfélög hafi nú sammælst um að endurskilgreina lögbundna ferla og verklag í skipulags og byggingarmálum er varða uppbyggingu á íbúðahúsnæði. Það verði einn ferill um húsnæðisuppbyggingu. Þetta hefur hingað til verið of flókið og tekið of langan tíma. Að lokum vil ég hvetja alla til að kynna sér þær aðgerðir sem finna má í samkomulaginu og jafnframt sveitarfélög um land allt til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn kynnti ráðherra húsnæðismála, Sigurður Ingi Jóhannsson, sameiginlegt markmið og samkomulag milli beggja stjórnsýslustiga um aukið framboð af húsnæði næstu tíu árin. Hér er loks verið að stíga mikilvægt skref og í fyrsta sinn sem ríki og sveitarfélög gera með sér sérstakt samkomulag um stefnu og aðgerðir á húsnæðismarkaði svo tryggja megi nauðsynlega uppbyggingu íbúða fyrir alla hópa samfélagsins á samningstímanum. Það verði gert með því að 30% af heildaruppbyggingu næstu tíu ára skuli vera hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði og 5% félagsleg húsnæðisúrræði til að bæta stöðu viðkvæmra hópa á húsnæðismarkaði. Það munu því 35% uppbyggingarinnar njóta stuðnings hins opinbera í formi hlutdeildarlána, almenna húsnæðiskerfisins, stofnstyrkja og félagslegra íbúða sem HMS lánar til. Hér eru um að ræða metnaðarfullar aðgerðir inn í það verkefni að tryggja þá grunnþörf einstaklinga og fjölskyldna að búa við húsnæðisöryggi. 35 þúsund íbúðir um land allt á næstu tíu árum Samkomulagið byggir meðal annars á niðurstöðum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði, en hópurinn skilaði nýverið af sér 28 tillögum í sjö málaflokkum. Við þurfum að minnka þær sveiflur sem verið hafa á markaði og ná fram stöðugleika. Til þess að nálgast stöðugleika á húsnæðismarkaði þarf framboð íbúða og uppbygging að vera í takt við þörf. Niðurstaða þarfagreiningar sveitarfélaga í húsnæðisáætlunum sem er nauðsynlegt verkfæri til að meta þörfina, bæði til skemmri og lengri tíma, er að byggja þurfi 35.000 íbúðir á næstu tíu árum til að mæta fólksfjölgun, tryggja nauðsynlegan stöðugleika og jafnvægi á húsnæðismarkaði. Nauðsynlegt að tryggja lóðir til uppbyggingar Nú þarf að láta verkin tala og tryggja nægt lóðaframboð um land allt svo hægt sé að byggja fjölbreytt húsnæði og svara þeirri þörf sem við sjáum að verður til staðar á næstu árum. Ég hef sagt það áður og segi það enn að hér þarf að fara saman skynsamleg þétting byggðar samhliða því að sveitarfélög hafi svigrúm til þess að brjóta nýtt land til uppbyggingar. Þétting byggðar er nauðsynleg og mikilvæg svo nýta megi betur alla innviði sem til staðar eru, svo sem götur og skóla. Jafnframt treystir þétting byggðar rekstrargrundvöll almenningssamgangna og samgöngukerfisins í heild. Þétting byggðar er hins vegar oft flókin í framkvæmd, hún er kostnaðarsöm og tekur tíma. Sú innviðauppbygging sem fylgir því að brjóta nýtt land og byggja ný hverfi er sveitarfélögum kostnaðarsöm, en slíkt er nú nauðsynlegt svo byggja megi hratt og vel ásamt því að ná settum markmiðum um fjölda hagkvæmra íbúða. Það er því gott að sjá að sveitarfélögin sjálf munu gera samninga við ríkið á grunni samkomulagsins þar sem fjárstuðningur kemur frá ríkinu til að tryggja lóðir og meðfylgjandi innviðauppbyggingu sem slíku fylgir. Það mun ásamt öðrum aðgerðum samkomulagsins tryggja að markmið uppbyggingar raungerist á samningstímanum. Brýnt að einfalda ferla Settar eru fram 24 skilgreindar aðgerðir í samkomulaginu og þær eru bæði góðar og metnaðarfullar. Það mikilvægasta þykir mér þó að ríki og sveitarfélög hafi nú sammælst um að endurskilgreina lögbundna ferla og verklag í skipulags og byggingarmálum er varða uppbyggingu á íbúðahúsnæði. Það verði einn ferill um húsnæðisuppbyggingu. Þetta hefur hingað til verið of flókið og tekið of langan tíma. Að lokum vil ég hvetja alla til að kynna sér þær aðgerðir sem finna má í samkomulaginu og jafnframt sveitarfélög um land allt til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun