
Til þess að taka þátt skaltu fara í gönguferð á einhverri af gönguleiðunum úr Göngubók UMFÍ og deila af því mynd á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #göngumumísland. Göngubók UMFÍ inniheldur hátt í þrjú hundruð stuttar gönguleiðir um allt land sem henta allri fjölskyldunni.

Við drögum úr innsendum myndum þann 28. júlí og hlýtur höfundur myndarinnar glæsileg Oakley sólgerlaugu frá Optical studio að eigin vali.

